Sláandi áhrif atvinnuleysis 12. júlí 2006 07:30 Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent. Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent.
Innlent Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira