Mikil eldhætta skapaðist 26. júlí 2006 07:15 Rúmlega tíu þúsund lítrar af bensíni runnu niður í jarðveg eftir að tankbíll með tengivagn valt á þjóðveginum við Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði í gærmorgun. Bílstjórinn var fluttur lítillega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vegkantur gaf sig undan tankbílnum, sem var á austurleið, þegar hann mætti vörubíl á vesturleið. Slökkviliðsmenn frá Þingeyjarsveit voru fyrstir á vettvang og unnu að hreinsun á slysstað ásamt starfsmönnum Olíudreifingar. „Aðgerðir gengu vel og fumlaust fyrir sig. Ákveðið var að hreinsa allt úr bílnum áður en hann var færður og því tók þetta tímann sinn en við vildum fara öruggu leiðina,“ segir Friðrik Steingrímsson slökkviliðsstjóri sem stjórnaði aðgerðum á slysstað. Hann segir mikla eldhættu hafa verið fyrir hendi þar sem hægviðri var og hætta vegna myndunar bensíngufa. „Það þarf aðeins lítinn neista til að sprengja allt í loft upp, þessvegna ákváðum við að setja strax froðu yfir allt svæðið til að hamla því,“ segir Friðrik. Gunnar Steinn Jónsson, líffræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ekki útlit fyrir að umhverfisskaði hljótist af slysinu þar sem bensínið mun gufa að mestu leyti upp og séu hagstæð veðurskilyrði hér lykilatriði ásamt heppilegum aðstæðum. Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira
Rúmlega tíu þúsund lítrar af bensíni runnu niður í jarðveg eftir að tankbíll með tengivagn valt á þjóðveginum við Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði í gærmorgun. Bílstjórinn var fluttur lítillega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vegkantur gaf sig undan tankbílnum, sem var á austurleið, þegar hann mætti vörubíl á vesturleið. Slökkviliðsmenn frá Þingeyjarsveit voru fyrstir á vettvang og unnu að hreinsun á slysstað ásamt starfsmönnum Olíudreifingar. „Aðgerðir gengu vel og fumlaust fyrir sig. Ákveðið var að hreinsa allt úr bílnum áður en hann var færður og því tók þetta tímann sinn en við vildum fara öruggu leiðina,“ segir Friðrik Steingrímsson slökkviliðsstjóri sem stjórnaði aðgerðum á slysstað. Hann segir mikla eldhættu hafa verið fyrir hendi þar sem hægviðri var og hætta vegna myndunar bensíngufa. „Það þarf aðeins lítinn neista til að sprengja allt í loft upp, þessvegna ákváðum við að setja strax froðu yfir allt svæðið til að hamla því,“ segir Friðrik. Gunnar Steinn Jónsson, líffræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ekki útlit fyrir að umhverfisskaði hljótist af slysinu þar sem bensínið mun gufa að mestu leyti upp og séu hagstæð veðurskilyrði hér lykilatriði ásamt heppilegum aðstæðum.
Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Sjá meira