Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda 27. júlí 2006 07:30 Evrur í seðlabúntum Áframhaldandi flotgengisstefna eða upptaka evru eru þeir kostir sem koma fram í skýrslu Viðskiptaráðs. „Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira