Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili 27. júlí 2006 07:00 Guðmundur Hallvarðsson Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“ Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Mikið er um að eldri borgarar neyðist til að þiggja hjúkrunarrými fjarri heimili, ættingjum og vinum vegna skorts á vistunarúrræðum í heimabyggð. Alvarlegast er ástandið á höfuðborgarsvæðinu og eru mörg dæmi þess að einstaklingar neyðist til að dvelja á dvalar- eða hjúkrunarheimili á landsbyggðinni þrátt fyrir óskir um annað. Slík dvöl getur verið löng og gengið nærri andlegu- og líkamlegu þreki fólks. Forstöðukona hjúkrunarheimilis segir að meirihluti eldri borgara fái ekki vistun þar sem þeir helst kjósa. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara og fyrrverandi landlæknir, segist fyrst hafa vakið máls á þessum vanda árið 1973 og oft síðan, til dæmis í skrifum í Sveitarstjórnarmál um og eftir 1980. „Ég kynntist þessu oft í mínu starfi sem landlæknir. Ég man eftir vitjunum til eldra fólks sem sat grátandi á rúmum sínum því það átti að flytja það á öldrunarstofnun fjarri heimili þeirra. Þetta ástand hefur lítið eða ekkert breyst.“ Ólafur segir að Íslendingar hafi dregist mjög aftur úr varðandi heimaþjónustu sem sé lausnin á þessum vanda. „Við erum með 9 prósent 65 ára og eldri á hjúkrunarstofnunum en það eru fimm prósent í Skandinavíu að meðaltali. Þar eru 90 prósent í einbýli en hjá okkur er bara helmingur fólks í einbýli. Við höfum því dregist verulega aftur úr. Ég vil kalla þetta vanhæfi embættismanna og sóun stjórnmálamanna á fjármunum. Gleymum því ekki að kostnaður við heimahjúkrun er aðeins fjórðungur á við það sem vistun á öldrunarstofnun kostar, fyrir utan hvað þetta dregur úr þreki fólks og lífsvilja. Ég vona því að þetta ástand batni nú fljótt með nýju samkomulagi við ríkisstjórnina.“ Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður og stjórnarformaður Hrafnistuheimilanna, vill meina að oft sé um erfið vistaskipti að ræða. „Það hefur verið mjög ámátlegt að hlusta á fólk lýsa heimsóknum sínum til ættingja. Ég man eftir gamalli konu sem var í tvö ár á heimili fyrir aldraða fyrir austan fjall og var mjög ósátt. Hún var borin og barnfæddur Reykvíkingur sem við gátum loksins boðið pláss eftir að hennar umsókn var búin að vera lengi hjá okkur.“ Guðmundur segir að yfir sjötíu manns hafi þegar sótt um 24 nýjar íbúðir sem verið er að byggja á vegum Hrafnistu í Hafnarfirði. „Biðlistinn þar er til þriggja ára sem sýnir þörfina og skýrir af hverju fólk neyðist til að leita úrlausna langt frá heimili sínu.“
Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira