Tafir á aðstöðu fyrir áhætturannsóknir 28. júlí 2006 07:30 Rannsóknarstofa Byggja á upp aðstöðu fyrir áhætturannsóknir á Keldum, sem felast meðal annars í því að kryfja dauða fugla. Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram. Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nú er ljóst að ný áhætturannsóknarstofa við tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum verður ekki tilbúin 1. febrúar næstkomandi, eins og stefnt hafði verið að. Ástæðan er stöðvun sem stjórnvöld settu á útboð allra opinberra framkvæmda fyrir um það bil mánuði, að sögn Helga Helgasonar framkvæmdastjóra tilraunastöðvarinnar. Fyrri áfangi framkvæmdanna er nú tilbúinn til útboðs. Við reynum að gera okkar besta til að vinna upp þann tíma sem tapast hefur ef við fáum grænt ljós frá stjórnvöldum, segir Helgi. Þarna er fyrirhuguð rannsóknarstofa til að greina fugla vegna fuglaflensu og önnur dýr vegna sjúkdóma. Þar verður krufningastofa fyrir sérstakar aðstæður svo og áhættugreiningastofa. Við stefnum að því að rífa gamalt hús sem er úr sér gengið og byggja þetta á þeim grunni. Þá þarf sérstaka loftræstingu til að vernda starfsfólkið sem vinnur við rannsóknirnar þannig að það smitist ekki af þeim dýrum sem það er að vinna með hverju sinni. Helgi undirstrikar að mikilvægt sé að málinu verði hraðað vegna hugsanlegrar hættu á fuglaflensu og dýrasjúkdómum hér á landi. Ríkisstjórnin hafði samþykkt að heimila níutíu milljónir króna til uppbyggingar rannsóknar- og krufningaaðstöðu á Keldum, þegar umræðan um hættu á að farfuglar myndu bera hingað fuglaflensu í vor var í hámarki. Að sögn Helga er hönnun fyrri hluta verksins lokið og sá hluti bíður nú útboðs. Hann kveðst hafa sent beiðni um undanþágu frá útboðsbanni til menntamálaráðuneytisins en ekkert svar hafi borist enn. Við fengum leyfi til að hefja hönnunarvinnuna en nú er málið í bið, segir hann. Það er afar áríðandi að verkinu ljúki áður en hætta á fuglaflensusmiti hér á landi eykst á nýjan leik næsta vetur, þegar farfuglarnir fara að koma aftur til landsins. Útboðið hefur þegar tafist í um það bil mánuð, sem er afar bagalegt. Vilhjálmur Lúðvíksson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að málið sé nú í vinnslu á borði stjórnvalda. Ráðast muni á næstu dögum hvort undanþága verði veitt þannig að útboð geti farið fram.
Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira