Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 29. júlí 2006 09:00 Reyndu að hindra aðgengi að skattskrám Forystumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna, þeir Ýmir Örn Finnbogason og Borgar Þór Einarsson, mættu á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í gær og reyndu að koma í veg fyrir aðgengi almennings að skattskránum. Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær. Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær.
Innlent Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira