Sverrir Björnsson verður Sverre Jakobsson: handboltakappinn útskýrir nafnaruglið 3. ágúst 2006 12:00 Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum. Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum.
Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00