Veigar Páll framlengdi samninginn við Stabæk 9. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Fagnar hér einu marka sinna í sumar ásamt liðsfélögum sínum en hann er fyrir miðri mynd. MYND/scanpix Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við. Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk út tímabilið 2009. Gamli samningur Veigars átti að renna út nú í lok tímabilsins og bjuggust flestir við því að hann myndi þá semja við nýtt lið enda hefur honum verið sýndur mikill áhugi víða í Evrópu. En Veigar ákvað frekar en að bíða að gangast að tilboði Stabæk-manna. "Það eru í raun þrjár ástæður fyrir þessu," sagði Veigar við Fréttablaðið. "Fyrir það fyrsta líður mér mjög vel í Stabæk og leikstíll liðsins hentar mér fullkomnlega. Þetta eru fínir strákar í liðinu og allt í kringum klúbbinn er til fyrirmyndar. Í öðru lagi fékk ég mjög góðan samning sem ég er afar sáttur við. Og í þriðja lagi fékk ég aldrei neitt tilboð frá öðru félagi þó svo að það hafi verið áhugi til staðar hjá erlendum liðum. Þá fer maður að hugsa um hversu lengi maður á að bíða, hvað gerist ef maður meiðist í næsta leik og svo framvegis. Fyrir utan það geta lið enn gert tilboð í mig þó svo að ég sé búinn að skrifa undir nýjan samning. Það hefur ekkert breyst." Veigar hefur átt ótrúlegt tímabil í Noregi. Hann er markahæstur í deildinni með 11 mörk eftir 16 leiki og er efstur í einkunnagjöf þriggja stærstu dagblaða Noregs af núverandi leikmönnum deildarinnar. En Veigar segist vera ánægður í Stabæk og það sé það sem skipti mestu máli. "Ég veit nákvæmlega hversu mikils ég er metinn hér og eins og er á ég fast sæti í byrjunarliðinu. Þetta mál var líka farið að vera þungur baggi á mínum herðum og var ég orðinn leiður á að vera sífellt að velta þessu fyrir mér og hvort það væri verið að fylgjast með mér og fleira í þeim dúr. Ég vil einfaldlega njóta þess að spila fótbolta enda er ég eins og er að eiga mitt allra besta tímabil síðan ég byrjaði í fótbolta. Það er frábært að sjá hvað er skrifað og sagt um mann hér í fjölmiðlum," bætti hann við.
Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira