Indriði mun styrkja lið okkar mikið 10. ágúst 2006 10:00 Indriði Sigurðsson leikmaður Lyn í Noregi Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri. Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Indriði Sigurðsson gekk í fyrrakvöld til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Lyn og náði því ekkert að leika með KR-ingum í sumar en hann fékk leikheimild með liðinu í síðustu viku. Samningur hans við belgíska félagið Genk rann út í vor og ákvað hann að koma heim í KR í lok júlí en hefur nú samið við Lyn til loka tímabilsins 2008. Áður en Indriði lék í Belgíu var hann á mála hjá Lilleström í þrjú ár og þekkir því vel til norsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir hjá Lyn er félagi Indriða í íslenska landsliðinu, Stefán Gíslason „Ég er mjög ánægður með þetta enda hörkugóður leikmaður," sagði Stefán. „Við höfum líka verið í vandræðum með þá leikstöðu sem hann mun leysa, vinstri bakvörðinn, og hann gæti einnig nýst vel sem miðvörður. Að því leytinu til er þetta hið besta mál." Indriði verður áttundi Íslendingurinn í norsku úrvalsdeildinni, auk eins sem leikur í 1. deildinni. Íslendingarnir hafa flestir verið mjög áberandi í deildinni í ár en Stefán þykir til að mynda hafa staðið sig mjög vel með Lyn. Þá er markahæsti leikmaður deildarinnar Veigar Páll Gunnarsson og varnartvíeykið Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hjarta varnarinnar hjá toppliði Brann. „Veigar fær mikla athygli fyrir að skora öll þessi mörk en Kristján hefur einnig fengið mikla og verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína. Hann er svo gífurlega fljótur að Brann getur leyft sér að vera mjög framarlega með varnarlínu sína og ef einhver sleppur í gegn nær Kristján iðulega að hlaupa viðkomandi uppi og stöðva sóknina," sagði Stefán. Næsti leikur Lyn verður gegn Stabæk og því aldrei að vita nema að Indriði fái það erfiða verkefni að hafa gætur á Veigar Páli, markamaskínunni sjálfri.
Íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira