Fjárlögin ekki virt í menntamálunum 11. ágúst 2006 07:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segist bjartsýn á að hagræðing innan menntamálaráðuneytisins gangi vel á næstu árum. Hún sést hér ræða við blaðamann eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. MYND/Hrönn Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“ Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira