Langþráður sigur Grindvíkinga 11. ágúst 2006 15:00 fín endurkoma Óli Stefán snéri aftur og skoraði. Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira