Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun 23. ágúst 2006 07:30 Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta. Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta.
Innlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira