Brottvísun erlendra kvenna gagnrýnd 23. ágúst 2006 07:45 Sabine Leskopf Segist hafa orðið vör við mikla hræðslu meðal kvenna við að vera vísað úr landi. Sabine er stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. MYND/Heiða Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst. Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Sex konur frá ríkjum utan EES-svæðisins hafa leitað eftir aðstoð Alþjóðahúss vegna þess að útlit er fyrir að þeim verði synjað um atvinnu- og dvalarleyfi eftir skilnað við íslenska eiginmenn sína. Sumar hafa verið beittar heimilisofbeldi. Í september á síðasta ári var verklagi á útgáfu atvinnuleyfa breytt og forgangur EES-borgara til atvinnuleyfis ítrekaður og eftir það hefur fólki utan EES-svæðisins reynst erfitt að fá atvinnuleyfi. „Vernd kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi var jafnlítil í lögum áður, en nú er farið að fylgja lögunum eftir bókstaflega. Áður gátum við sagt við konurnar sem voru hræddar og óöruggar að enginn hefði verið rekinn úr landi í þeirra stöðu en það er ekki hægt lengur,“ segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóðahúss. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, bendir á að á síðasta ári var hlutfall kvenna af erlendum uppruna í Kvennaathvarfi 39 prósent og því er um talsverðan hóp kvenna að ræða sem kann að óttast brottvísun við skilnað. „Þetta lagalega óöryggi verður til þess að margar konur þora ekki að koma fram þegar þær eru beittar heimilisofbeldi og þess vegna viljum við fá breytingar á lögunum,“ segir Sabine. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að konur sem beittar hafi verið heimilisofbeldi geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og geti í kjölfarið fengið atvinnuleyfi og komist undan brottvísun. „Útlendingastofnun er heimilt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum, og þá tökum við tillit til þess og getum veitt viðkomandi atvinnuleyfi. En sæki fólk ekki um slík mannúðardvalarleyfi, eða H-leyfi, er umsóknin meðhöndluð eins og hver önnur hjá okkur og þá fær viðkomandi synjun ef hann er utan EES,“ segir Gissur. Hann veit þó engin dæmi þess að konur sem hafa verið beittar ofbeldi hafi sótt um slík mannúðarleyfi. Gissur segir að eina leiðin til að stjórna flæði vinnuafls til landsins sé að takmarka aðgengi fólks utan EES-svæðis, því flæði EES-borgara til landsins er í raun frjálst.
Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira