Ónægar upplýsingar kjarninn í gagnrýni 23. ágúst 2006 07:45 Pálmi Jóhannesson á fundinum Pálmi lagði sig allan fram við að útskýra flókna verkfræði Kárahnjúkavirkjunar fyrir fundargestum með einföldum hætti. Hann sést hér fara yfir ýmis verkfræðileg mál sem upp geta komið vegna Hálslóns. MYND/GVA Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn. Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Öðru fremur stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka af upplýsingaskorti og ónægri umræðu. Þetta segir Pálmi Jóhannesson, einn þeirra sem unnu að hönnun Kárahnjúkastíflu en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi hjá Landsvirkjun í gær. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu, hafa raunvísindamenn deilt um það að undanförnu hvort jarðvísindalegar athuganir á svæðinu við Kárahnjúka hafi verið nægilegar, en Landsvirkjun hefur vísað því á bug að athuganir á svæðinu hafi ekki verið nógu miklar. Pálmi, sem tekið hefur þátt í hönnun stíflna víða um heim, segir gagnrýnina á virkjanaframkvæmdirnar ekki eiga rétt á sér. „Fyrst og fremst stafar gagnrýni á virkjanaframkvæmdirnar stafa af upplýsingaskorti. „Ég held að fólk vinni sig ekki nægilega vel að kjarna málsins áður en það fer að gagnrýna efnisatriði þess. Þetta er flókið mál sem unnið hefur verið að árum saman og það er ekki vilji neins að vinna að þessu verkefni með óvönduðum hætti. Það hefur verið unnið að öllum þáttum þessa verkefnisins af mikilli yfirvegun og það er alveg ljóst að við hönnun stíflunnar er fyllsta öryggis gætt.“' Sérfræðingar sem hafa verið til ráðgjafar vegna Kárahnjúkavirkjunar, Brasilíumaðurinn Nelson Pinto, Norðmaðurinn Kaare Höeg og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, sögðu Kárahnjúkavirkjun vera örugga og ekki þyrfti að óttast það að hún myndi leka of mikið. Eins og ítarlega hefur verið gerð grein fyrir í Fréttablaðinu, rannsökuðu jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson sprungur og misgengi við framkvæmdasvæðið við Kárahnjúka seinnipart árs 2004 og 2005, og leiddi það í ljós að sprungusveimar frá Kverkfjallaeldstöðinni væru nær framkvæmdasvæðinu en áður var talið. Sérfræðingarnir þrír sögðu óþarft að hafa áhyggjur af því að sprungur í Hálslónsbotni myndu leka of mikið, en reiknað er með leka sem sé innan viðráðanlegra marka. Jarðvísindamenn hafa að undanförnu deilt á starfshætti Landsvirkjunar. Haraldur Sigurðsson, jarðfræðiprófessor í Rhode Island-háskóla í Bandaríkjunum, sagði í Fréttablaðinu að bygging Káravirkjunar væri „ískyggileg bíræfni“ þar sem misgengi og sprungur undir framkvæmdasvæðinu væru virkar í jarðfræðilegum skilningi. Þá sagðist Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur hafa „mikla ónotatilfinningu fyrir stíflustæðinu“, í viðtali við Fréttablaðið 29. júlí síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent