Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda 24. ágúst 2006 07:00 Páll Gunnar Pálsson Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir. Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir.
Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira