Láta drauminn rætast 26. ágúst 2006 08:30 Blaðamannafundurinn í gær Þróunaraðstoð Íslendinga í Malaví hefur borið mikinn árangur, að sögn ÞSSÍ, og vonast stofnunin til að starf hjónanna muni bæta um betur. MYND/ANTON Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar. Innlent Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, og Sigurður Guðmundsson landlæknir fara um miðjan október í ársferð til Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þau munu starfa við verkefnisstjórnun í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar á Monkey Bay svæðinu í suðurhluta landsins. Þetta kallar ÞSSÍ fyrsta og stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi. "Ég vil fagna þessum sögulega viðburði, að við erum að senda okkar besta fólk, að öðrum ólöstuðum, til þessa verkefnis," sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær. "Það vill svo skemmtilega til að þau eru einnig hjón og ég veit ekki dæmi þess að önnur ríki hafi sent fólk úr sambærilegum ábyrgðarstöðum til svona starfa." Í kjölfarið las Siv upp vísur sem Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafði ort af þessu tilefni. "Ef einhver hefði sagt mér fyrir hálfu ári að við ættum eftir að flytja til Afríku og vinna þar í ár, hefði ég sagt að sá sami væri snarvitlaus," sagði Sigríður. "Við fórum til Afríku fyrr í vor og urðum mjög hugfangin af því sem fyrir augu bar." "Við vorum ekki alveg söm þegar við komum heim úr Afríkuferðinni," sagði Sigurður. "Þarna eru alvöru vandamál. Í Malaví er meðalæviskeið manna 36 ár, eitt barn deyr við hver tíu sem fæðast, alnæmistíðni er fimmtán til tuttugu prósent, tveir þriðju kvenna eru ólæsir, fólk deyr úr malaríu, kóleru, niðurgangssjúkdómum og vannæringu. Það þarf að byggja upp innviði samfélagsins til frambúðar." ÞSSÍ hefur unnið að uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar í Monkey Bay frá árinu 2000. Um 110 þúsund íbúar eru á svæðinu, sem aðeins hafa aðgang að fjórum heilsugæslustöðvum og einu sjúkrahúsi. . Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir tekur við af Sigurði í fjarveru hans, en ekki er búið að velja staðgengil fyrir Sigríði, að sögn Sivjar.
Innlent Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira