Eiturefnamóttaka í ljósum logum 26. ágúst 2006 07:00 Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið. Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Því fylgir mikil óvissa að fara inn í eld við þessar aðstæður. Maður veit ekkert hvað er þarna inni. Þarna geta verið allskonar efni og von á sprengingum svo þetta er öðruvísi tilfinning en að fara inn í venjulegt hús. Já, það var mjög óhugnanlegt að fara inn í húsið, sagði Gunnar Rúnar Ólafsson reykkafari, nýkominn út úr eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi sem varð eldi að bráð í gær. Áður en slökkvilið kom á staðinn varð sprenging í húsinu sem var nægilega kraftmikil til að stór móttökuhurð fór af hjörum og lenti út á vinnusvæðið fyrir framan húsið. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum eftir að sprengingar heyrðust í eiturefnamóttökunni. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri stjórnaði aðgerðum á staðnum. Eldur eins og þessi setur okkur alltaf í ákveðna viðbragðsstöðu. Við hringdum út stóra úthringingu sem þýðir að við köllum út allan okkar mannskap og einnig þá sem eru á frívakt. Við settum af stað okkar stærsta viðbúnað hér í kvöld. Mikill viðbúnaður var við Efnamóttökuna á meðan á aðgerðum stóð. Fimmtán til tuttugu bílar frá lögreglu og slökkviliði, þar af 5 sjúkrabílar voru til reiðu þar til slökkvistarfi lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Jón Viðar segir að tíu reykkafarar hafi verið við störf og sérstakur viðbúnaður hafi verið viðhafður vegna eiturefnanna. Okkar mannskapur er í eiturefnagöllum utanyfir eldgallana því þarna inni eru margskonar eiturefni sem við vitum ekki hver eru þegar við komum á staðinn. Við göngum því til verka viðbúnir því að hvaða efni sem er séu inni í eldinum. Einar B. Gunnlaugsson, verkstjóri Efnamóttökunnar hf., segir eldinn hafa komið upp í rafmagnsbúnaði en ekki í vél sem eymar leysiefni frá bílaiðnaði eins og upphaflega var talið.
Innlent Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira