Íslandssafn í Sognafirði 27. ágúst 2006 09:00 Ásgeir Ásgeirsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári. Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í Þingvallanefnd, leggur til að ríkisstjórn Íslands hafi frumkvæði gagnvart ríkisstjórn Noregs, um stofnun safns í Sognafirði í Noregi til að lyfta minningu áa okkar sem námu Ísland frá þessum stað, eins og Össur orðaði það í samtali við Fréttablaðið. Hann er nýkominn úr stuttri heimsókn til Gulen í Sognafirði en þar starfaði Gulaþing hið forna. Frá þeim slóðum komu landnámsmenn Íslands og var skyldleiki með Gulaþingi og Alþingi Íslendinga á Þingvöllum. Einnig var skyldleiki þinganna tveggja við hið þriðja, Tynwall á eyjunni Mön, og vilja forsvarsmenn Gulaþings efna til samstarfs þinganna þriggja. Össur fór utan til viðræðna við heimamenn sem fulltrúi Þingvallanefndar. Þeir vilja koma þessu á kortið sem sameiginlegri táknmynd um þróun lýðræðishefðar, sagði Össur um hugmyndir Norðmannanna. Össur er fráleitt fyrsti íslenski stjórnmálamaðurinn sem sækir Sognafjörð heim. Ásgeir Ásgeirsson kom þarna á skipi 1951. Hann sigldi fram hjá lítilli bryggju en átti samkvæmt dagskrá ekki að fara í land. Heimamenn höfðu látið barnakórinn æfa íslenska þjóðsönginn og Ásgeir hreifst svo af söngnum að hann skipaði svo fyrir að skipinu skyldi snúið að bryggju. Hann dvaldi þar lengi dags og þjóðsagan í Sognafirðinum segir að hann hafi sett norska mold í silfuröskjur og haft með sér til Bessastaða. Nokkrum árum síðar voru 30 Íslendingar á ferð á sömu slóðum, undir forystu Bjarna Benediktssonar þingmanns, síðar forsætisráðherra. Á nákvæmlega sama stað voru þeir sæddir í land, nú af angurværum harmonikkuleik. Tveir merkir stjórnmálaskörungar tengjast því þessum stað, segir Össur. Vilji hans stendur til að Íslendingar og Norðmenn treysti böndin. Þessar frændþjóðir eiga alltaf í deilum. Nú á að setja þær niður og taka ákvörðun um, af hálfu ríkisstjórnanna, að opna safn í Sognafirðinum. Það væri tilvalið að gera það þegar við loksins klárum hið erfiða deiluefni sem samningurinn um norsk-íslensku síldina er en það hlýtur að gerast á næsta ári.
Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?