Valgerður sökuð um að leyna skýrslunni 27. ágúst 2006 08:00 Valgerður Sverrisdóttir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins. Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, sakar Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, um að hafa leynt Alþingi upplýsingum með því að kynna þingmönnum ekki skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um áhyggjur hans vegna öryggis- og umhverfisatriða við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Segir Kristinn jafnframt að til þess gæti komið að Valgerður þyrfti að segja af sér vegna málsins. Ég gerði ekkert sem ekki stenst í þessu máli, segir Valgerður. Grímur gerði nokkrar athugasemdir sem lúta að öryggi virkjunnar og var þeim komið á framfæri við Landsvirkjun og ráðuneytið. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum Orkustofnunar, þar á meðal Grími, og fulltrúum frá Landsvirkjun og jarðfræðingum. Menn tóku þetta alvarlega. Valgerður segir að á fundinum hafi öll atriði skýrslunnar verið hrakin nema eitt, en það laut að kostnaði við framkvæmd virkjunarinnar. Kostnaður við virkjunina er ekki eitthvað sem Alþingi hefur til umfjöllunar. Plögg um þetta eru því ekki opinber, segir Valgerður. Valgerður telur ekki hafa verið þörf á að leggja fram skriflegar áhyggjur Gríms og niðurstöðu fundarins fyrir Alþingi. Þingmenn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði og það er ekki þeirra hlutverk að fara ofan í svona hluti. Þessum athugasemdum var svarað á þessum fundi og þess vegna eru þær út úr heiminum að mínu mati, segir Valgerður. Valgerður nefndi skýrsluna í ræðu á Alþingi 14. apríl í fyrra, rúmum þremur árum eftir að hún var lögð fram af Grími. Í ræðunni nefndi hún að sérfræðingar hefðu hrakið flest atriði skýrslunnar og sérfræðingar Alcoa hafi komist að sömu niðurstöðum. Það er alvarlegt mál ef upplýsingum er haldið frá Alþingi, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Eitt af stærstu málunum í þessari ákvörðun var að setja ríkið í 100 milljarða skuld vegna þessarar framkvæmdar. Alþingi ætti að fá allar upplýsingar í þessum málum og svo er alþingismanna að vega og meta þær. Ég minnist þess ekki að hafa fengið neinar upplýsingar um þessa skýrslu fyrr en nú, segir Kristinn. Valgerður vildi ekkert tjá sig um athugasemdir Kristins.
Innlent Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira