Grænlenska sleðahundaheilkennið 5. september 2006 05:15 Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd. Innheimtu umferðasekta hefur verið fundinn staður á Blönduósi. Þetta er allt fagnaðarefni því íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst íbúar Norðvesturkjördæmis, hafa borið mjög skarðan hlut frá borði við fjölgun opinberra starfa á síðustu árum. Þeim hefur þó fjölgað gífurlega á þessu kjörtímabili en eru næstum öll á höfuðborgarsvæðinu. Tæknin leysir ýmislegtNútíma tækni gerir okkur kleift að vinna fjölbreytt störf, nánast hvar sem er á landinu. Tæknin þarf aðeins að vera aðgengileg - sem að vísu hefur ekki verið unnið nógu hratt að á vissum svæðum - og að hafa víðsýni og vilja til að dreifa starfsemi. Stjórnvöld hafa því miður staðið sig afar illa í þessum efnum og af því leiðir að fólk sem gengur menntaveginn á oft á tíðum ekki kost á því að nýta sér menntun sína við störf nema á örfáum stöðum á landinu. Reynslan hefur þó sýnt að fjölmargir einstaklingar sækja um hvert starf sem býðst hvort heldur er í Skagafirði, Húnaþingi vestra eða annars staðar í dreifbýlinu. Mýtan um að ekki fáist fólk til að sinna störfunum er ekki rétt nema í undantekningartilfellum. Bættar samgöngur munu gera það enn ákjósanlegra en nú að sækjast eftir vinnu í friði og ró og nábýli við náttúru dreifbýlisins. UndantekningFlutningur starfa út á land er því miður undantekning. Oftar er dregið saman eða lokað, stundum vegna tækniþróunar, hagræðingar eða einkavæðingar en alltaf skortir vilja til að koma upp störfum í staðinn. Þessi flutningur starfa nú er undantekning og hluti af mynstri sem kemur í ljós í aðdraganda hverra kosninganna eftir aðrar. Þetta mynstur má líka sjá í veitingu fjármagns til vegamála. Við munum eftir aukafjármagninu sem veitt var til vegagerðar rétt fyrir kosningar 2003 og hvernig stjórnarherrarnir börðu sér á brjóst við það tækifæri. Strax eftir kosningar var síðan dregið saman um tvo milljarða, þá aðra tvo og í ár er búið að boða samdrátt um rúman milljarð og tæpa 8 milljarða á næsta ári.Spá mín er sú að stjórnarflokkarnir muni draga þennan síðasta samdrátt til baka fljótlega - sennilega uppúr áramótum - rétt fyrir kosningarnar. Og það vona ég svo sannarlega því samdrátturinn kemur harðast niður á þeim sem síst skyldi, þeim sem búa við stórhættulegt vegakerfi, ónýta vegi af völdum þungaflutninga, einbreiðar brýr, bratta fjallvegi, hættu af snjóflóðum og grjóthruni og holótta malarvegi á löngum köflum. Afleiðing alls þessa er m.a. að á Vestfjörðum er vöruverð hærra en gerist annars staðar á landinu. Það er óþolandi!SleðahundaheilkenniðÁstæða þess að ég reikna með að vonir mínar rætist er sú staðreynd að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur haga sér alltaf eins, hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Ég kalla þetta atferli "grænlenska sleðahundaheilkennið" vegna þess að hegðun stjórnarflokkanna er alveg sambærileg við umhirðu Grænlendinga um sleðahundana sína. Grænlendingarnir halda hundunum sínum við hungurmörk allan þann tíma sem þeir þurfa ekki að nota þá. Þegar vetrar og hundarnir eiga að fara að draga sleða húsbónda síns er farið að fóðra þá, hundarnir styrkjast og draga sleða húsbónda síns þangað sem honum þóknast. Nú er að koma að kosningum og það þarf að hafa kjósendur góða. Þess vegna er verið að "fóðra þá" með störfum núna og þess vegna reikna ég með að vegafénu verði skilað til baka.Ég tel alveg fullreynt að þessi ríkisstjórn hefur ekki áhuga né krafta sem þarf til þess að endurreisa atvinnulíf á landinu. Samfylkingin hafnar grænlenska sleðahundaheilkenninu en vill áætlun um hvernig eigi að færa atvinnulíf til nútímans, m.a. á þeim svæðum sem eru að fara halloka vegna þess að hefðbundnir atvinnuvegir eru á undanhaldi. Við þurfum skipulag og stöðuga þróun í atvinnu- og byggðamálum, þróun í rétta átt en ekki atferli sem hentar ráðamönnum hverju sinni og leiðir í raun til stöðugrar hnignunar. Er ekki kominn tími til að landsmenn krefjist stefnu í búsetu- og atvinnumálum landsins?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar