Tryggingasvikin skipta þúsundum 5. september 2006 08:00 framkvæmdastjóri hjá Sjóvá "Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu," segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast. Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Lögreglan fékk þrjú til fjögur tryggingasvikamál á sitt borð á ári á tímabilinu 2000-2004. Útilokað er að tryggingasvikin séu svo fá hér á landi. Ef tryggingasvik eru hlutfallslega jafn algeng hér á landi og í nágrannalöndunum ættu málin að vera um tvö þúsund en heildarfjöldi tjóna er um 45 þúsund í landinu öllu á ári. Það er að mati framkvæmdastjóra Sjóvár því aðeins brotabrot af tryggingasvikamálunum sem koma á borð lögreglunnar. Tryggingasvikamál skiptast í tvennt; atburðir eru settir á svið til að fá bætur og ýktar bótakröfur. Ég hef miklar áhyggjur af síðari málunum því að þeir sem fremja brotin eru venjulegt fólk. Viðhorf þess er það sama og gagnvart til dæmis sköttum, að það sé allt í lagi að hagræða sannleikanum og ýkja tjónið til að fá meira en það á að fá, segir Þóra Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjóvá. Tryggingafélögin njóta ekki samúðar í þjóðfélaginu. Fólk gengur á lagið með það sem því finnst vera sakleysisleg brot. Brotaþolinn er svo stór, heilt tryggingafélag sem sýnir góðar afkomutölur en þetta er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn. Iðgjöldin hækka eftir því sem tjónin eru meiri. Fá eða engin þeirra mála sem komu til lögreglu 2000-2004 höfðu náð inn í dómssali árið 2004. Í skýrslu um tryggingasvik sem Sjóvá hefur látið taka saman koma fram vangaveltur um hvort sparnaður sem hafi verið áberandi hjá lögreglu á Íslandi undanfarin ár, hafi áhrif á gæði rannsókna í tryggingasvikamálum en Þóra segir ekki hægt að kenna lögreglu um. Sjóvá ætlar að fara í átak gegn tryggingasvikum og efla rannsóknarvinnu í málum þar sem grunur um tryggingasvik vaknar. Við stöndum fyrst og fremst frammi fyrir sönnunarvandræðum. Við treystum okkar viðskiptavinum en ef það vaknar grunur, til dæmis þar sem fjárhæðir í innbrotum fara upp úr öllu valdi eða atburðarásin hefur á sér einhvern ólíkindablæ, þá getum við lent í vandræðum með sönnunargögn, segir hún. Þóra segir að Sjóvá muni fylgja málum betur eftir og vera meira á vettvangi til að kanna tilurð atvika. Við viljum vera í góðu samstarfi við lögreglu og að þessi mál fái eins mikinn forgang hjá lögreglu og hægt er. Það krefst þess að við þurfum að sýna fram á að okkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.
Innlent Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?