Heimilisofbeldismál enda sjaldnast í ákærumeðferð 5. september 2006 07:30 heimilisofbeldi Konur, sem í langflestum tilfellum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, eiga oftar en ekki í erfiðleikum með að komast út úr vítahring ofbeldis. MYND/getty Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“ Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tæplega eitt prósent heimilisofbeldismála, sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári, hafa verið tekin til ákærumeðferðar. Samtals hefur lögreglan verið 272 sinnum kölluð til vegna heimilisofbeldis á þessu ári. Bjarnþór Aðalsteinsson, yfirmaður ofbeldisbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir lögregluna oftar en ekki standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum þegar hún þarf að taka á heimilisofbeldi. „Við reynum yfirleitt að leysa úr ágreiningnum eins fljótt og auðið er. Viðbrögð okkar eru mismunandi eftir eðli og alvarleika brotsins sem upp kemur í hvert skipti. Það er mikilvægt að álagi sé létt af fórnarlömbum heimilisofbeldis, sem í langflestum tilfellum eru konur, og reyna að hjálpa þeim að komast í jafnvægi á skynsamlegan hátt,“ segir Bjarnþór og leggur áherslu á að nálgunarbannslöggjöfin, sem stundum þarf að grípa til, sé óskilvirk og gölluð. „Ég held að það sé almennt viðhorf innan lögreglunnar að það sé alltof erfitt að fá nálgunarbann á ofbeldismenn, þegar það er nauðsynlegt. Ég tel að það sé orðið brýnt að breyta löggjöfinni þannig, að lögreglan geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara, því það getur verið afar brýnt að bregðast við heimilisofbeldi með skilvirkum hætti sem kemur í veg fyrir að ofbeldismenn geti haldið áfram að beita konur sínar ofbeldi.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir nauðsynlegt að starfsumhverfi lögreglu verði breytt í þá veru að hægt sé að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum. „Hin svokallaða austurríska leið, sem kynnt var innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stígamóta árið 2001, gerir ráð fyrir því að hægt sé að vísa þeim sem veldur ofbeldi á heimili skilyrðislaust af heimilinu í tvo til þrjá daga, en innan þess frests þarf málið að fara fyrir dómara sem staðfestir eða hafnar þessu úrræði. Í framhaldinu er hægt að fara fram á nálgunarbann fyrir þolendur, auk þess sem upplýsingar um málið fara til samtaka sem hjálpa þolendum að skoða réttarstöðu sína og úrræði. Þetta er leið sem hefur verið tekin upp í Svíþjóð, Noregi og Danmörku en ekki hér á landi.“
Innlent Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira