Margt smátt getur gert kraftaverk 6. september 2006 06:00 Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun