Íslenskir verkamenn þreyttir á ástandinu 7. september 2006 07:30 Framkvæmdastjóri samiðnar "Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar. Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“ Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Erlendir starfsmenn hafa breytt vinnutíma og vinnumenningu í byggingariðnaði hér á landi. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, segist finna fyrir því að íslenskir iðnaðarmenn séu orðnir langþreyttir á ástandinu. „Erlendir starfsmenn koma hingað til að vinna í þriggja mánaða lotu. Þeir vilja vinna mikið því að þeir fara svo heim í tveggja til þriggja vikna frí,“ segir Þorbjörn. „Þetta er farið að trufla og þreyta Íslendingana því að þeir hætta ekki í tvær til þrjár vikur.“ Vinnufyrirkomulag erlendra starfsmanna er leiðandi í vinnumenningu á byggingarsvæðum, að sögn Þorbjörns. „Íslendingarnir eru yfirmenn og þeir eru bundnir yfir þessu. Útlendingarnir eru hins vegar að vinna af sér til að komast í frí.“ Fyrir nokkrum árum var talið að vinnutíminn færi að styttast en síðustu ár hefur það verið þvert á móti, iðnaðarmenn vinna bæði á laugardögum og sunnudögum. Þegar við bætist að hlutfall erlendra starfsmanna er hátt og málakunnátta lítil þá hafa samskiptin versnað. Þorbjörn kveðst finna fyrir þreytu meðal byggingamannanna gagnvart lítilli málakunnáttu. „Vinnustaðir eru ekki bara til að ná sér í laun, þeir eru líka félagslegur vettvangur. Þegar menn geta ekki talað við nema lítinn hluta af vinnufélögunum hefur það áhrif,“ segir hann. Ekki er óalgengt að Íslendingur sé látinn stjórna fimm til sex útlendingum. Þorbjörn bendir á að Íslendingurinn geti stundum ekki haft nein almenn samskipti við þá og varla komið til skila hvað á að gera. Kannski sé einn túlkur á svæðinu, kannski ekki. „Það verða ekki þessi félagslegu tengsl sem eru eðlileg á vinnustað og við finnum fyrir því. Samskiptin verða miklu erfiðari,“ segir hann. Iðnaðarmenn hafa nokkrar áhyggjur af undirboðum og atvinnuástandi meðal Íslendinga þegar verkefnum lýkur og hægist á bygginga- og framkvæmdamarkaðnum. Þorbjörn segir að Samiðn líti almennt svo á að Íslendingar gangi fyrir í vinnu. „Auðvitað óttast maður að það verði undirboð þegar samkeppni um störfin eykst. Það er þekkt fyrirbæri og getur gerst hér.“
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira