Ofbeldi gegn börnum tilkynnt 940 sinnum 9. september 2006 03:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjölga verður í barnaverndarnefndum til að sinna fjölgun barnaverndarmála. Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira