Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó 9. september 2006 05:30 Björk Vilhelmsdóttir Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun.
Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira