Vildi ekki opinbera ágreining hjá Strætó 9. september 2006 05:30 Björk Vilhelmsdóttir Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Það voru mistök að gera ekki opinberan ágreining í stjórn Strætó um hvort veita ætti meiri peningum í fyrirtækið. Ég leyndi hins vegar engum upplýsingum um fjárhagsstöðu þess. Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem veitti stjórn Strætó bs. formennsku á síðasta kjörtímabili. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins saka Björk um að leyna upplýsingum um fjárhagsstöðu Strætó en því vísar Björk á bug. Málin voru rædd í stjórninni og meðal framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó. Þá var ársreikningurinn lagður fyrir borgarráð 28. október 2005 og ég ræddi opinskátt um rekstrarvandann á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sá fundur var opinn öllum kjörnum fulltrúum og ég held að Sjálfstæðismenn hefðu átt að fylgjast betur með, segir Björk. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Unnið er að stjórnsýsluúttekt á Strætó og býst Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Strætó, við að niðurstöður hennar liggi fyrir í byrjun næsta mánaðar. Í kjölfarið verði teknar ákvarðanir um framtíðina. Ég býst fastlega við að það verði gerðar breytingar. Hún telur þó ólíklegt að það verði leyst upp í Strætisvagna Reykjavíkur og Almenningsvagna en fyrirtækin tvö runnu saman í Strætó bs. fyrir nokkrum árum. Strætó bs. er sameign sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík á 64 prósent fyrirtækisins og greiðir sjötíu prósent af opinberum framlögum til þess en á einn mann í stjórn. Það fyrirkomulag gagnrýna bæði Björk og Þorbjörg Helga. Björk segir meirihluta borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili hafa verið reiðubúinn að leggja meiri peninga til reksturs Strætó en ekki hafi náðst samkomulag um þá ráðstöfun í stjórn fyrirtækisins. Málið var til umfjöllunar í stjórninni og hjá framkvæmdastjórum sveitarfélaganna en það kom aldrei til þess að borgarráð þyrfti að taka ákvörðun. Þess vegna var ekkert til að leggja fram þar og ekki heldur í borgarstjórn. Björk segir það hafa verið sitt mat að það þjónaði ekki hagsmunum Strætó að opinbera ágreining í stjórn fyrirtækisins um leið og nýtt leiðarkerfi þess var tekið í notkun.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira