Fær lyf þrátt fyrir skuldir 9. september 2006 04:30 Magnús Pétursson, forstjóri landspítalans Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Skammtímaskuldir Landspítalans nema 1.889 milljónum króna og hafa aukist sem nemur 351 milljón króna frá áramótum. Í stjórnunarupplýsingum spítalans janúar-júní 2006 segir: "Greiðslustaða spítalans er því erfið og leiðir það af sér dráttarvaxtakröfur á hendur LSH ásamt því að öll samskipti við birgja spítalans verða þyngri." Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að þarna sé ekki átt við að óvild sé á milli spítalans og birgja, þvert á móti segir hann sambandið gott. "Það sem þarna er verið að segja er að ef spítalinn er í þeirri fjárhagsstöðu að hann á erfitt með að standa í skilum þá er eðlilegt að viðskiptasamskiptin verða þyngri," segir Magnús og minnir á að spítalinn eigi viðskipti við mikinn fjölda birgja í landinu. "Viðskiptin við suma þeirra hlaupa ekki á hundruðum heldur þúsundum milljóna. Það er skiljanlegt af þeirra hálfu, þegar dráttur verður á greiðslum, að þá þyngist viðskipti og samskipti." Frá Landspítalanum. Þrátt fyrir erfiða greiðslustöðu hefur aldrei komið til þess að spítalinn sé ekki afgreiddur með lyf og rekstrarvörur. Samskipti spítalans við birgja eru að sögn stjórnenda góð.Pjetur Aðspurður hvort sú staða hafi komið upp að spítalinn fái ekki afgreidd lyf eða rekstrarvörur vegna greiðslustöðu hjá einstökum birgjum svarar Magnús neitandi. "Birgjarnir sýna því mjög mikinn skilning að veita spítalanum þjónustu, vegna eðlis málsins. Og oft er kannski gengið langt á þeirra velvilja og krít, en ég hef aldrei heyrt um það að birgjar hafi neitað að afgreiða vörur þótt spítalinn sé í skuld við þá." Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsinga og fjárreiðna, segir að í raun sé bara um tvennt að velja. "Við höfum bara tvo liði og það er annað hvort launin eða greiðslur til birgja. Það hefur ekki verið gert að draga launagreiðslur heldur haft samband við birgja og grein gerð fyrir hvenær verður greitt. Fréttablaðið hafði samband við nokkra af stærstu birgjum Landspítalans og fékk staðfest að skuldir spítalans væru töluverðar og skiptu jafnvel tugum milljóna hjá einstaka fyrirtækjum. Það sjónarmið kom fram að það skyti skökku við að heilbrigðisyfirvöld íhuguðu að setja á fót lyfjaheildverslun og hvettu lyfjafyrirtæki til að standa sig betur á markaði á sama tíma og ríkið safnaði skuldum. Einnig að erfitt væri að skilja af hverju ríkið borgaði dráttarvexti af hundraða milljóna króna skuldum Landspítalans á meðan ríkissjóður skilaði milljarða króna afgangi ár eftir ár.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira