Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi 10. september 2006 04:30 Björn Bjarnason vill sjá hver reynslan verður af lagabreytingunum. Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“ Innlent Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“
Innlent Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira