Kæri Jón 18. september 2006 05:00 Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ég skrifa þér þetta bréf vegna frétta um að til standi að loka Nýju fréttastofunni, NFS. Og bið þig um að gera það ekki. Tjáningarfrelsið tryggir öllum rétt til þess að tjá skoðanir sínar; láta rödd sína heyrast, mér, þér og þjóðinni allri. Þjóðin þarf frjálsa og óháða fjölmiðla til þess að tjáningarfrelsið sé virkt. Án þess virkar lýðræðið ekki. Án þess er stjórnvöldum ekki veitt aðhald, án þess þagna raddir sem eiga og þurfa að heyrast. Á undanförnu ári hafa allar raddir hljómað á NFS. Þverskurður af þjóðinni hefur sagt þar skoðun sína á þjóðfélagsmálum. Þaðan ganga stjórnmálamenn allra flokka inn og út allan liðlangan daginn. Þar tala femínistar og frjálshyggjumenn, fátækir og ríkir, börn og fullorðnir. Nýja fréttastofan er suðupottur óþrjótandi skoðanaskipta; vettvangur þar sem ólíkir hagsmunahópar og einstaklingar kynna sjónarmið sín og rökstyðja mál sitt í kapp við aðra sem hafa aðra sannfæringu. Slíkt upplýsingaflæði, slík skoðanaskipti eru grunnstoðir lýðræðissamfélagsins.Það sem við gerumÍ fréttum NFS er stunduð vönduð gagnrýnin þjóðfélagsrýni þar sem sanngirni, hlutleysi og fagleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Með Kompási, eina fréttaskýringaþætti landsins, hafa þjóðfélagsmein verið afhjúpuð; brotalamir heilbrigðiskerfis hafa verið dregnar fram í dagsljósið með svo afgerandi hætti að brugðist hefur verið við því strax, ömurleiki fíkniefnaheimsins sýndur í heild sinni svo bregðast megi við svo ekki sé minnst á forvarnargildi slíkrar umfjöllunnar, foreldrar og yfirvöld vöruð við hættunni sem hljótast af samskiptum barna á netinu við ókunnugt fólk.Framganga NFS í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var lofuð af fjölmiðlarýnum helstu dagblaða landsins og sveitarstjórnarmönnum. NFS sýndi beint frá Hinsegin dögum, NFS sýndi beint frá Menningarnótt. Eldri borgarar, sem ekki komust á hátíðarhöldin, skrifuðu í blöðin og spurðu: hvar er RÚV búið að vera öll þessi ár?Edward R. Murrow, sem nefndur hefur verið faðir útvarps- og sjónvarpsfréttamennsku, sagði það skyldu þeirra sem stjórna sjónvarpi að sýna heiminn eins og hann er. Aðrir geta sinnt því að sýna hann eins og hann er ekki. NFS gerir þetta. Við erum í staðreyndum; aðrir í afþreyingu. Við göngum lengra en áður hefur verið gert í heiminum öllum í því að blanda saman rit- og myndmáli á neti og í síma, fréttum í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er frumkvöðlastarf. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða eins og NFS.Starfsfólk NFSÁ NFS starfa hátt í 90 manns sem trúa á verkefnið. Þarna starfa klipparar og tæknistjórar, fréttamenn og dagskrárframleiðendur. Fólk sem er með eins árs starfsaldur og fólk sem hefur unnið á þessari fréttastofu í 20 ár. Ég stóð í fyrsta sinn, frá því ég hóf störf við þetta verkefni, fyrir framan þetta góða fólk á föstudag og gat ekki svarað spurningum þeirra. Vissi ekki hvað yrði. Og veit ekki enn.Ég veit að fólkið á NFS vinnur langan og strangan vinnudag. Ég veit að það vinnur fleiri daga í mánuði en kollegar þeirra á RÚV. Ég veit að mörgum hefur fundist það freistandi að ganga til liðs við RÚV; þurfa að vinna 12 daga í mánuði á fullum launum. En þó ekki gert það.Ég veit af metnaði þess og krafti, ég veit af þori þess, einbeitingu og dugnaði, Ég veit líka að allt þetta fólk fær vinnu annars staðar. Þetta er allt hæfileikafólk; fagmenn fram í fingurgóma. Þetta er besti hópur sem ég hef starfað með. Og hann er tilbúinn til að berjast fyrir NFS.Okkur var sagt að við fengjum tvö til þrjú ár til þess að láta NFS sanna sig. Gefðu okkur tvö. Nú um mánaðamótin stóð til að við færum í dreifingu um allt suðvesturhornið. Ekki loka sjoppunni áður en búið er að opna hana til fulls. Í fullri opinni dreifingu er þetta viðskiptahugmynd sem gengur upp. En það tekur meiri tíma en 10 mánuði að sýna það. Þetta vita nágrannar okkar í Danmörku og Noregi sem undirbúa nú sambærilega miðla en ætla þeim að skila hagnaði eftir þrjú ár.Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir. Taktu slaginn með okkur.Róbert Marshall, forstöðumaður NFS.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun