Magna fagnað í Smáralind 18. september 2006 05:30 í faðmi fjölskyldunnar. Magni var ánægður með að vera komin heim í faðm Eyrúnar eiginkonu sinnar og Marínós sonar síns. „Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum. Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Ég á eiginlega bara ekki til orð yfir þessu öllu saman. Ég varð klökkur þegar ég sá allan mannfjöldann sem var komin til að fagna mér," segir Magni Ásgeirsson nýlentur eftir þriggja mánaða dvöl í Los Angeles þar sem hann tók þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova og lenti í fjórða sæti eins og kunnugt er. Miklu var tjaldað til í Vetrargarðinum þar sem Skjár einn og NFS voru með beinar útsendingar frá viðburðinum sem hófst klukkan 16 með söngatriðum frá landsþekktum tónlistarmönnum. Um hálf fimm renndi Magni í hlað beint frá Leifsstöð með miklu fylgdarliði en bifhjólasamtökin Sniglarnir tóku að sér að fylgja Magna alla leið frá Keflavík að Smáralind eins og sannri rokkstjörnu sæmir. Föndrað fyrir Magna Sumir voru búnir að útbúa skemmtilegt spjöld fyrir Magna þar sem hann var boðinn velkomin heim. Þegar Magni steig inn í Smáralindina ætlaði þakið að rifna af húsinu með lófaklappi og öskrum frá aðdáendum rokkstjörnunnar. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og fulltrúi frá Flugleiðum buðu Magna velkominn heim. Valgerður Sverrisdóttir færði Magna bók um myndlistarmanninn Kjarval frá íslensku ríkisstjórninni sem þakklætisvott fyrir að hafa verið landi og þjóð til sóma með glæsilegri frammistöðu og framkomu í þáttunum. Flugleiðir gáfu einnig Eyrúnu, eiginkonu Magna, ferð fyrir tvo til Evrópu sem mun eflaust nýtast fjölskyldunni vel. Alvöru rokktónleikar Búið var að útbúa glæsilegt svið í Smáralindinni þar sem fjöldinn allur af fólki var samansafnaður til að bera rokkstjörnuna augum. Magni steig svo á stokk ásamt hljómsveit sinni Á móti sól og hafði hann orð á því hversu langt væri síðan hann hefði talað íslensku á sviði og bað fólk afsökunar á því hversu þreyttur hann væri eftir langt flug. Þrátt fyrir að vera ósofinn tókst Magna að ná rífandi stemningu í Vetrargarðinum í Smáralind enda orðinn þaulvanur eftir dvöl sína meðal stjarnanna í Los Angeles. Áhorfendur horfðu hugfangnir á rokkstjörnu Íslands taka lagið og svo virtist sem öll Smáralindin tæki undir þegar Magni tók lagið „Hvar sem ég fer" með hljómsveitinni. Sungið með Magna Mikil stemning var á tónleikunum og áhorfendur tóku vel undir með Magna. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað tekur við núna en það eina sem veit er að ég er að fara heim til mín og leika við son minn, Marínó og slökkva á símanum í að minnsta kosti viku," segir Magni Ásgeirsson að lokum.
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent