Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar 19. september 2006 00:01 Ásthildur Helgadóttir Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Sjá meira