Hundaheppni að ekki fór verr 20. september 2006 03:45 Héraðsdómur Reykjavíkur Átján ára piltur hefur verið dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás. Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára. Málavextir eru þeir að pilturinn réðist á föður sinn á veitingahúsinu Kaffisetrinu aðfaranótt 17. júní síðastliðins í kjölfar deilna um fjölskyldumál. Feðgarnir höfðu fyrr um kvöldið lent í átökum á heimili sínu með þeim afleiðingum að báðir hlutu minniháttar áverka. Stuttu síðar hélt rifrildi þeirra áfram á fyrrnefndum veitingastað og bar vitnum saman um að faðirinn hafi egnt son sinn meðal annars með því að kalla hann ítrekað „aumingja“. Við það missti pilturinn endanlega stjórn á sér, greip til hnífs og stakk föður sinn í hægri síðu. Pilturinn viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa ætlað sér að drepa föður sinn en hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi. Hnífurinn, sem var rúmlega 16 sentimetra langur, stakkst um 10 til 15 sentimetra inn í síðu föðurins, í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra. Í vottorði læknis kom fram að faðirinn hefði vafalaust látist ef hann hefði ekki komist undir læknishendur. Sagði í vottorðinu að hundaheppni hefði ráðið því að ekki fór verr. Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Átján ára piltur hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að ráðast að föður sínum með hnífi. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóminn í gær og eru níu mánuðir dómsins skilorðsbundnir til fimm ára. Málavextir eru þeir að pilturinn réðist á föður sinn á veitingahúsinu Kaffisetrinu aðfaranótt 17. júní síðastliðins í kjölfar deilna um fjölskyldumál. Feðgarnir höfðu fyrr um kvöldið lent í átökum á heimili sínu með þeim afleiðingum að báðir hlutu minniháttar áverka. Stuttu síðar hélt rifrildi þeirra áfram á fyrrnefndum veitingastað og bar vitnum saman um að faðirinn hafi egnt son sinn meðal annars með því að kalla hann ítrekað „aumingja“. Við það missti pilturinn endanlega stjórn á sér, greip til hnífs og stakk föður sinn í hægri síðu. Pilturinn viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglu að hafa ætlað sér að drepa föður sinn en hann dró þann vitnisburð til baka fyrir dómi. Hnífurinn, sem var rúmlega 16 sentimetra langur, stakkst um 10 til 15 sentimetra inn í síðu föðurins, í gegnum lifrarblað og skaddaði hægra nýra. Í vottorði læknis kom fram að faðirinn hefði vafalaust látist ef hann hefði ekki komist undir læknishendur. Sagði í vottorðinu að hundaheppni hefði ráðið því að ekki fór verr.
Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira