Á móti, til þess að vera á móti? 21. september 2006 06:00 Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Þá er enn á ný verið að kjósa í stjórn Heimdallar. Ég leit inn á stefnumál framboðanna og gladdist yfir nýju yfirbragði framboðsins blatt.is. Sem dæmi má nefna nýstárlega umhverfisstefnu og meðbyr með fyrningarfresti í kynferðisbrotamálum. Ég las lengra og kem að málefnaflokknum "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun". Næst þegar ég tek þátt í bæta stefnuskrá þá ætla ég að hafa það í huga að það er líka hægt að dæla þar inn öllu því sem ég er ósammála. Mín stefnuskrá gæti t.d verið stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema með neitunar forskeyti fyrir framan öll málin. Hvað í ósköpunum vill framboð Erlu Óskar Ásgeirsdóttur gera í jafnréttismálum kynjanna? Ég er engu nær þrátt fyrir að framboðið vilji varðveita og styrkja jöfn tækifæri einstaklinga. Það eina sem ég veit er að framboðið styður ekki jákvæða mismunun og kynjakvóta! Ég verð að segja að kynjakvótar eru alltaf neyðarúrræði. Aftur á móti get ég ekki bent á aðra leið sem sýnir betri árangur. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum. Kvennalistinn var á sínum tíma sértæk aðgerð. Sértæk aðgerð til þess að auka hlut kvenna inná Alþingi. Í kjölfarið fjölgaði konum, ekki bara inná Alþingi heldur líka í fjölmiðlum, í stjórnunarstöðum og fl. Þegar Kvennalistinn hætti, þá lækkuðu þessar tölur í kjölfarið. Ef við myndum beita jákvæðri mismunun þegar hennar er þörf kæmi það sér vel fyrir bæði karla og konur. Körlum myndi fjölga í kennarastétt og konum myndi fjölga í bankastjórastöðum. Karlar ráða frekar karla. Til þess að koma í veg fyrir þann vítahring næstu áratugina, að einungis karlar verði bankastjórar og biskupar þá verðum við að beita jákvæðri mismunun, allavega ef við viljum að hæfasti einstaklingurinn komist að! Ef starfsmenn Háskóla Íslands sem stóðu að ráðningu prófessors í tölvunarfræði skor hefðu haft vit á því að beita jákvæðri mismunun hefði ekki karlmaður með miklu minni menntun og reynslu verið ráðin fram yfir þræl menntaða og reynslumikla konu sem Háskólinn hefði notið góðs að í átt að 100 bestu háskólum heims. Ég hef aldrei heyrt um stöðu þar sem kona hefur verið ráðin bara vegna þess að hún er kona. Ef svoleiðis dæmi eru til þá hefur ekki verið staðið rétt að aðgerðinni og ekki hægt að kenna neinum öðrum um en þeim sem réðu í starfið. Jákvæð mismunun er einmitt í takt við ykkar helsta markmið, að ráða hæfasta einstaklingin, sama að hvaða kyni hann er! Það hefur oft verið sagt um Vinstri Græn að þar sé einungis fólk sem er á móti bara til þess að vera á móti. Ég get ekki annað sé en stefnumálaflokkurinn "jöfn tækifæri-ekki jákvæð mismunun" sé ekkert annað en heilt framboð af fólki sem er á móti, bara til þess að vera á móti.
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar