Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát 22. september 2006 07:45 Við eldunaraðstöðuna Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki hafa haft sturtu. MYND/Heiða Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann. Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann.
Innlent Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira