Hilmar Örn áfram í Skálholti! 24. september 2006 05:00 Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Skálholtsdeilan Ég og fjölskylda mín fluttum í Biskupstungur vorið 1983. Þá státuðu Tungnamenn af því að vera miklir söngmenn. Þrátt fyrir það var tónlistarlíf í sveitinni mjög bágborið, kórastarf lítið sem ekkert og söngmenntun barna engin. Grunnskólinn hafði engan tónlistarkennara og nemendur nutu ekki tónlistarmenntunar. Hilmar Örn Agnarsson var ráðinn í starf organista Skálholtskirkju, Torfastaðakirkju, Bræðratungukirkju og Haukadalskirkju fyrir 15 árum. Ráðning hans olli straumhvörfum. Tónlistarnám barnanna okkar hófst og varð öflugt. Safnaðarmeðlimir nutu þess að hlusta á börnin í helgiathöfnum í Skálholti. Barnakór Biskupstungna var stofnaður og þjónaði kirkjunum, skólanum og samfélaginu öllu auk þess sem kórinn hélt tónleika víða. Barnakórinn hefur alla tíð verið uppeldisstöð barna í tónlist og kristilegu hugarfari og Hilmar Örn á mestan heiðurinn af því starfi. Stofnun barnakórsins varð til þess að Skálholt naut fljótlega heimsókna annarra barnakóra. Ég minnist m.a. Barnakórs Kársnesskóla auk margra annarra kóra. Þórunn stjórnandi hans kom oft með börnin sín í Skálholt. Reynsla hennar af kóra- og sönguppeldi barna var, og er enn, einstök og kom að góðum notum. Okkar börn nutu þess að kynnast nýjum félögum, æfa með þeim söng og halda sameiginlega tónleika. Hilmar Örn stuðlaði að því að börnin tóku þátt í tónleikum vítt og breitt um landið, og börnin í Biskupstungum fengu mikið tónlistarlegt og kirkjulegt uppeldi hjá honum, auk þess sem félagsþroski þeirra efldist mjög. Starf hans með börnunum er ómetanlegt og verður aldrei að fullu þakkað. Það fyrnist fljótt yfir fortíðina en það eru aðeins fimmtán ár síðan að engin tónlistariðkun var hér í Biskupstungunum, hvorki í skóla né í kirkjunum. Fagur tónlistarflutningur barnanna eykur svo sannarlega kirkjusókn. Við höfum reynslu af því. Þegar ég kom í Biskupstungurnar, var Skálholt í mjög litlum tengslum við samfélagið. Skálholtsstaður var einangraður frá þeim sem bjuggu í sveitinni og menn sáu ekki leiðir til að breyta því. Staða Skálholts út á við var að mínu mati veik, staðurinn virtist hálf munaðarlaus. Ráðning organistans og mannsins Hilmars Arnar olli straumhvörfum. Tengsl íbúa við Skálholt efldust mjög vegna hins mikla kórastarfs sem fór af stað í Skálholti. Samband Skálholts við okkur íbúana í uppsveitunum varð einlægara og nánara, og nú bera allir hag Skálholts fyrir brjósti, þökk sé m.a. ráðningu Hilmars Arnar fyrir fimmtán árum. Síðan hafa ýmsar aðrar góðar breytingar verið gerðar í Skálholti. Núverandi vígslubiskup kom í Skálholt fyrir einum átta árum og Skálholtsskóli hefur styrkst mjög. Menn hafa haft áhuga á að gera Skálholti enn hærra undir höfði og styrkja staðinn enn frekar. Því ber að fagna. En þarf að segja Hilmari Erni upp þótt breyta eigi skipulagi? Við sem þekkjum Hilmar höldum að hann geti mjög vel tekið þátt í eflingu staðarins og því er óskiljanlegt að það þurfi að byrja á að segja honum upp. Hilmar Örn er einstakur maður og við sem þekkjum til starfa hans og nærveru óskum eftir að fá að njóta hans áfram. Við óskum líka eftir að fá að njóta Skálholts áfram. Ég vona að kristileg sjónarmið og velvild í garð Hilmars, samstarfsfólks hans, samfélagsins og Skálholts verði til þess að uppsögnin verði dregin til baka. Samhygð og sátt þarf að ríkja um Skálholtsstað. Látum boðskap Guðs um kærleika, sátt og samlyndi vera leiðarljós okkar allra.Höfundur býr að Torfastöðum í Biskupstungum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun