Atvinnulausir verði virkir 25. september 2006 01:30 Signý Jóhannsdóttir Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í sumar tóku gildi ný lög um atvinnuleysistryggingar. Breytingarnar eru byggðar á grunni laga frá 1997 um aukið þjónustuhlutverk vinnumiðlunar. Nú er í fyrsta skipti verið að kynna til sögunnar tekjutengdar atvinnuleysisbætur en fram til þessa hafa allir fengið sömu upphæð. Þá er gert ráð fyrir að hámarkstími á atvinnuleysisbótum styttist úr fimm árum í þrjú. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að með nýju lögunum verði atvinnuleysisbætur tekjutengdar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Bæturnar geta þó aldrei orðið hærri en 185.400 krónur á mánuði og eftir þriggja mánaða atvinnuleysi fá allir sömu upphæð, 111.015 krónur. Ingvar segir þær breytingar einnig verða að þegar einstaklingur skrái sig atvinnulausan óski hann í leiðinni eftir aðstoð við að finna annað starf. Sá sem skráður er atvinnulaus þarf að vera virkur í atvinnuleit og gera starfsleitaráætlun. Þá er ekki lengur gerð krafa um vikulegar skráningar en viðkomandi verður að vera í sambandi við vinnumiðlun og gera grein fyrir stöðu sinni. Ingvar sverrisson Ingvar segir að með þessum breytingunum sé ætlast til þess að þeir sem sinni hlutverki atvinnuleysisskráningar skuli einnig styðja atvinnulaust fólk í atvinnuleit. Signý Jóhannsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, segir margar ákvarðanir enn á reiki í kringum nýju lögin. Sem dæmi má nefna að enn er ekki búið að skipa úthlutunarnefnd í Reykjavík sem mun þjónusta allt landið en það er ein af þeim hugmyndum sem upp hafa komið. Signý segir mánaðarlegar skráningar í stað vikulegra valda aukinni fjarlægð við þann atvinnulausa. Ég hef gert athugasemdir við þessar breytingar því skjólstæðingar okkar hafa verið ánægðir með að hafa skráningarnar vikulegar því þær séu fastur punktur í tilverunni. Signý segir lögin um vinnumarkaðsaðgerðir til bóta, svo fremi sem nægjanlegir fjármunir komi til að veita atvinnulausum atvinnuráðgjöf. Í tengslum við nýju lögin hefur komið fram sú hugmynd að fólk skrái sig atvinnulaust á netinu en ég held að það geti orðið erfitt fyrir eldra fólk og þá sem ekki hafa nægjanlega tölvukunnáttu.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira