Eimskip kaupir finnska félagið Containerships 29. september 2006 00:01 Baldur Guðnason forstjóri Eimskipa Baldur segir ekkert hafa verið ákveðið um hvort starfsemi skipafélaganna muni síðar meir verða sameinuð undir einu vörumerki, það verði tíminn að leiða í ljós. MYND/E.ÓL. Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi. Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Stofnað hefur verið til nýs félags, Containerships Group, þar sem einnig er innanborðs litháenska skipafélagið Kursiu Linija sem Eimskip keypti fyrr á árinu. Með samstarfinu mynda fyrirtækin eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum, með 41 skip og hafa yfir þrjátíu þúsund gámaeiningum að ráða. Að ósk seljenda finnska félagsins er kaupverðið ekki gefið upp, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Þau 35 prósent sem eftir eru í Containerships Group verða í eigu Container Finance Ltd. Oy og hefur Eimskip kauprétt að hlutnum innan tveggja til þriggja ára. Það sem í raun gerist er að við kaupum þennan 65 prósenta hlut í Containerships, sem á móti kaupir af okkur Kursiu Linija og það verður dótturfélag. Þannig samþættum við starfsemi þessara tveggja félaga sem bæði hafa mjög sterka stöðu á Eystrasaltssvæðinu, annað mjög sterkt í Finnlandi og í Sankti Pétursborg og hitt sunnan megin, segir Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. Hann segir kaupin styrkja stöðu félagsins á ört vaxandi markaði þar sem spáð sé fimmtán til tuttugu prósenta vexti næstu árin. Baldur segir verða að koma í ljós hvort félagið nýti sér kaupréttinn á því sem eftir standi í Containerships. Ljóst er að mikil verðmæti eru í þessum partnerum okkar. Sama fjölskyldan hefur rekið þetta frá upphafi og fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli í desember. Síðan er þetta aðalgámaskipafélagið í Finnlandi, svona hálfgert Eimskip þeirra þar. Tveir lykilstarfsmenn Eimskipa hverfa til starfa hjá Containerships Group, Sigurjón Markússon sem um áramót tekur við starfi forstjóra félagsins og Hilmar Pétur Valgarðsson sem stýrt hefur bókhaldi og hagdeild Eimskipa. Við leggjum áherslu á að setja þarna inn öfluga menn til liðs við það góða fólk sem þar er fyrir, segir Baldur. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort til greina komi að sameina starfsemi skipafélaganna undir einu merki þegar fram líða stundir. En auðvitað kemur allt til greina í því, segir Baldur. Eitt skipa Containerships Kimmo Nordström, forstjóri Containerships sem verður stjórnarformaður nýja félagsins um áramót, segir ákvörðunina um þátttöku í samstarfinu ekki hafa verið léttvæga. En Eimskip hefur hins vegar sannfært okkur um virðisaukann sem af því hlýst. Hann bendir á að reksturinn gangi betur en nokkru sinni. Áherslur á heildarlausnir fyrir viðskiptavini okkar, ásamt miklum fjárfestingum í Rússlandi, hafa reynst réttar. Fjölskyldurekið fyrirtæki hefur hins vegar takmarkaðar auðlindir fjárhagslega. Með Eimskipum verður Containerships betur í stakk búið til að fjárfesta í vexti og viðhalda útrás okkar. Containerships Group koma til með að reka ellefu skip á Eystrasaltssvæðinu, með 200 milljón evra veltu, sex prósent í EBITDA og rúmlega 500 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar verða í Helsinki í Finnlandi.
Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira