Íslenskt sjónvarpsefni aukið á RÚV 29. september 2006 00:01 Nú verða sagðar fréttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri fluttu fréttir af nýjum samningi um hlutverk og skyldur RÚV í gær. MYND/heiða Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Hlutfall innlends dagskrárefnis á kjörtíma (19.00-23.00) Sjónvarpsins eykst úr 44 prósentum nú í 65 prósent á næstu fimm árum. Á sama tíma skal Sjónvarpið kaupa innlent dagskrárefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir meira en tvöfalda þá upphæð sem nú er keypt fyrir. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýjum samningi menntamálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um þjónustu RÚV. Samningurinn, sem nær til ársins 2011, hefur ekki verið undarritaður og öðlast ekki gildi fyrr en Ríkisútvarpið er orðið að hlutafélagi í eigu ríksins. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fram í næstu viku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samninginn ekki nauðsynlegan fylgifisk nýrra laga um RÚV en telur efni hans skerpa hlutverk þess. Þarna kemur fram til hvers við ætlumst af RÚV og að forgangsraðað verði í þágu innlendrar dagskrárgerðar, textunar, barnaefnis og svo framvegis. Ríkisútvapið kaupir í dag innlent sjónvarpsefni af sjálfstæðum framleiðendum fyrir um 100 milljónir á ári. Við lok samningstímans 2011 skal RÚV kaupa slíkt efni fyrir 250 milljónir. Um leið er rágðert að RÚV auki eigin framleiðslu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir miklar kröfur gerðar til Ríkisútvarpsins í samningnum og hann virki hvetjandi á starfsfólk. Ég lít á samninginn sem svipu á okkur til að fara markvisst og hraðar í þá átt, sem við öll viljum fara í, að auka innlent efni í dagskránni. Mælikvarðar verði á dagskránni og vel fylgst með hvort kröfurnar séu uppfylltar. Það verður erfitt að uppfylla þetta enda meira en að segja það að auka hlutdeild innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi um 50 prósent. En við gerum það samt, segir Páll. Auk almennra ákvæða sem snúa að þjónustu Ríkisútvarpsins í almannaþágu eru einstök atriði í samningnum sem kveða á um breytingar. Fjöldi textaðra klukkustunda skal aukast að lágmarki um 100 prósent frá upphafi samningstímans til loka hans, leitast skal við að miðla fréttum og upplýsingum á erlendu tungumáli og sjónvarpsefni á Norðurlandamálum skal að jafnaði vera að lágmarki fimm prósent af útsendu efni.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira