Fjórum rússneskum hermönnum sleppt 3. október 2006 07:45 Staðið vörð Georgískir lögreglumenn hafa fylgst náið með höfuðstöðvum rússneska hersins í Tiblisi síðan í síðustu viku. MYND/AP Georgía, AP Georgíumenn reyndu í gær að draga úr vaxandi spennu milli þeirra og Rússa, með því að afhenda Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fjóra rússneska hermenn sem setið hafa í haldi í Georgíu síðan í síðustu viku, sakaðir um njósnir. Mennirnir héldu til Moskvu í gær með rússneskri flugvél ásamt tveimur rússneskum embættismönnum, sem höfðu verið í felum í höfuðstöðvum rússneska hersins. Georgíustjórn hafði einnig leitað þeirra vegna gruns um njósnir. Rússnesk stjórnvöld segja þó að áfram verði allar samgöngu- og póstleiðir milli Rússlands og Georgíu lokaðar, sem er afar bagalegt fyrir smáríkið Georgíu, sem er afar háð aðföngum frá Rússlandi. Líklegt þykir að enn muni harðna á spennunni í þessum verstu deilum Rússa og Georgíumanna árum saman. Tengslin milli landanna hafa löngum verið stirð, en þessi deila hófst þegar Rússarnir voru handteknir í Tyflis á miðvikudag. Rússar brugðust ókvæða við og kölluðu sendiherra sinn og landsmenn heim. Vladimir Pútín Rússlandsforseti fór harkalegum orðum um Georgíustjórn á sunnudag, en sagðist þó ætla að standa við fyrri samninga um að draga rússneska herinn frá Georgíu árið 2008. Rússar eru ekki sammála stefnu stjórnar Georgíu, sem hefur undanfarin ár vingast við Vesturlönd og vonast eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, hefur einnig lofað að færa landið undan áhrifum Rússlands og sameina héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu aftur Georgíu, en þessi tvö héruð hafa í reynd notið sjálfstæðis þótt formlega hafi það ekki verið viðurkennt. smk@frettabladid.is Erlent Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Georgía, AP Georgíumenn reyndu í gær að draga úr vaxandi spennu milli þeirra og Rússa, með því að afhenda Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu fjóra rússneska hermenn sem setið hafa í haldi í Georgíu síðan í síðustu viku, sakaðir um njósnir. Mennirnir héldu til Moskvu í gær með rússneskri flugvél ásamt tveimur rússneskum embættismönnum, sem höfðu verið í felum í höfuðstöðvum rússneska hersins. Georgíustjórn hafði einnig leitað þeirra vegna gruns um njósnir. Rússnesk stjórnvöld segja þó að áfram verði allar samgöngu- og póstleiðir milli Rússlands og Georgíu lokaðar, sem er afar bagalegt fyrir smáríkið Georgíu, sem er afar háð aðföngum frá Rússlandi. Líklegt þykir að enn muni harðna á spennunni í þessum verstu deilum Rússa og Georgíumanna árum saman. Tengslin milli landanna hafa löngum verið stirð, en þessi deila hófst þegar Rússarnir voru handteknir í Tyflis á miðvikudag. Rússar brugðust ókvæða við og kölluðu sendiherra sinn og landsmenn heim. Vladimir Pútín Rússlandsforseti fór harkalegum orðum um Georgíustjórn á sunnudag, en sagðist þó ætla að standa við fyrri samninga um að draga rússneska herinn frá Georgíu árið 2008. Rússar eru ekki sammála stefnu stjórnar Georgíu, sem hefur undanfarin ár vingast við Vesturlönd og vonast eftir inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, hefur einnig lofað að færa landið undan áhrifum Rússlands og sameina héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu aftur Georgíu, en þessi tvö héruð hafa í reynd notið sjálfstæðis þótt formlega hafi það ekki verið viðurkennt. smk@frettabladid.is
Erlent Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira