Icelandair Group skráð í Kauphöll fyrir árslok 4. október 2006 06:00 FL Group stefnir að því að skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands fyrir árslok. Heildarvirði Icelandair er 43 milljarðar króna og áætla stjórnendur FL að söluhagnaður félagsins verði 26 milljarðar króna. FL og Glitnir hafa gert með sér samkomulag með þeim hætti að Glitnir sölutryggir um 51 prósent hlutafjár í kjölfar áreiðanleikakönnunar sem lýkur um miðjan október. Þá hverfur Icelandair úr samstæðu FL. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins mun Glitnir vera með fjárfestahópa til taks en þetta mun vera eitt stærsta fyrirtækjaverkefni sem bankinn hefur ráðist í. Markmiðið með skráningunni er það að fá breiðan hóp fjárfesta til liðs við Icelandair með sölu hlutafjár til þeirra, þannig að því komi fagfjárfestar, almenningur og ekki síst starfsmenn og stjórnendur. Gangi áform eftir um sölu hlutabréfanna verður hámarkshlutur FL 49 prósent í Icelandair en að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, kemur til greina að hluturinn minnki umtalsvert eða jafnvel hverfi. Hannes segir að það sé æskilegt að þetta mikilvæga samgöngutæki þjóðarinnar verði í eigu landsmanna og þetta er niðurstaðan eftir viðræður við fjárfesta að undanförnu. Hún er jafnframt í anda þeirrar yfirlýsingar frá því í febrúar um að koma Icelandair í eigu almennings. "Það er svo ekkert eitt sem hægt er að tiltaka í þeim efnum annað en það að við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi sem er okkar hlutverk. Að sama skapi að búa til umhverfi fyrir félagið þannig að það geti vaxið og dafnað." Forstjórinn vill ekki tjá sig um hvers vegna hefði slitnað upp úr viðræðum FL við KB banka fyrir hönd Kers. Félagið greini ekki opinberlega frá efnisatriði einstakra viðræðna, til dæmis verðhugmyndum. Hann telur að verðlagning og aðferðafræði með fyrirhugaðri skráningu séu ásættanleg fyrir núverandi hluthafa og fjárfesta. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að bankinn sé að taka að sér spennandi verkefni. "Við erum mjög sannfærð um að það er mikill áhugi fjárfesta og við höfum fundið það á félaginu. Það hefur ekki síst komið fram í umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu." Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
FL Group stefnir að því að skrá Icelandair Group í Kauphöll Íslands fyrir árslok. Heildarvirði Icelandair er 43 milljarðar króna og áætla stjórnendur FL að söluhagnaður félagsins verði 26 milljarðar króna. FL og Glitnir hafa gert með sér samkomulag með þeim hætti að Glitnir sölutryggir um 51 prósent hlutafjár í kjölfar áreiðanleikakönnunar sem lýkur um miðjan október. Þá hverfur Icelandair úr samstæðu FL. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins mun Glitnir vera með fjárfestahópa til taks en þetta mun vera eitt stærsta fyrirtækjaverkefni sem bankinn hefur ráðist í. Markmiðið með skráningunni er það að fá breiðan hóp fjárfesta til liðs við Icelandair með sölu hlutafjár til þeirra, þannig að því komi fagfjárfestar, almenningur og ekki síst starfsmenn og stjórnendur. Gangi áform eftir um sölu hlutabréfanna verður hámarkshlutur FL 49 prósent í Icelandair en að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, kemur til greina að hluturinn minnki umtalsvert eða jafnvel hverfi. Hannes segir að það sé æskilegt að þetta mikilvæga samgöngutæki þjóðarinnar verði í eigu landsmanna og þetta er niðurstaðan eftir viðræður við fjárfesta að undanförnu. Hún er jafnframt í anda þeirrar yfirlýsingar frá því í febrúar um að koma Icelandair í eigu almennings. "Það er svo ekkert eitt sem hægt er að tiltaka í þeim efnum annað en það að við vorum að horfa til þess að hámarka okkar eigin arðsemi sem er okkar hlutverk. Að sama skapi að búa til umhverfi fyrir félagið þannig að það geti vaxið og dafnað." Forstjórinn vill ekki tjá sig um hvers vegna hefði slitnað upp úr viðræðum FL við KB banka fyrir hönd Kers. Félagið greini ekki opinberlega frá efnisatriði einstakra viðræðna, til dæmis verðhugmyndum. Hann telur að verðlagning og aðferðafræði með fyrirhugaðri skráningu séu ásættanleg fyrir núverandi hluthafa og fjárfesta. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að bankinn sé að taka að sér spennandi verkefni. "Við erum mjög sannfærð um að það er mikill áhugi fjárfesta og við höfum fundið það á félaginu. Það hefur ekki síst komið fram í umfjöllun í fjölmiðlum að undanförnu."
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira