Styttist í sveigjanlega tölvuskjái 4. október 2006 00:01 dagblöð Líkur hafa aukist til muna á því að sveigjanlegir tölvuskjáir sem hægt verði að rúlla upp líkt og dagblaði líti dagsins ljós. MYND/Pjetur Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. Þetta eykur líkurnar á því til muna að hægt verði að framleiða tölvuskjái sem hægt verði að brjóta saman, stinga í jakkavasa og lesa til dæmis í strætisvagni á leið í vinnuna. Vísindamennirnir segja sömuleiðis að með sama efni verði hægt að búa til endurnýtanlegar pakkningar, lyklaborð fyrir tölvur sem hægt verði að rúlla upp og brjóta saman. Þá er horft til þess að málmblönduna megi nota til að búa til neyðarskýli, sem hægt sé að reisa við erfiðar aðstæður. Dr. Keith Seffen, yfirmaður verkefnisins, líkir plötunni við reglustiku. Þegar hún er beygð mikið myndast mikið álag á einstaka hluta hennar með þeim afleiðingum að hún brotnar. Málmblandan er hins vegar þeim eiginleikum gædd að álag málmplötunnar hennar breytist og því er hægt að beygja hana mikið og jafnvel brjóta saman. Ekkert hefur verið gefið upp um það hversu langt sé í að upprúllanlegur tölvuskjár líti dagsins ljós. Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hópur verkfræðinga við Cambridge-háskóla í Bretlandi hefur búið til sveigjanlegar og þunnar plötur úr málmblöndu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að búa til örþunnan tölvuskjá úr sveigjanlegu efni úr málmblöndunni, sem hægt verður að rúlla upp líkt og blaði. Þetta eykur líkurnar á því til muna að hægt verði að framleiða tölvuskjái sem hægt verði að brjóta saman, stinga í jakkavasa og lesa til dæmis í strætisvagni á leið í vinnuna. Vísindamennirnir segja sömuleiðis að með sama efni verði hægt að búa til endurnýtanlegar pakkningar, lyklaborð fyrir tölvur sem hægt verði að rúlla upp og brjóta saman. Þá er horft til þess að málmblönduna megi nota til að búa til neyðarskýli, sem hægt sé að reisa við erfiðar aðstæður. Dr. Keith Seffen, yfirmaður verkefnisins, líkir plötunni við reglustiku. Þegar hún er beygð mikið myndast mikið álag á einstaka hluta hennar með þeim afleiðingum að hún brotnar. Málmblandan er hins vegar þeim eiginleikum gædd að álag málmplötunnar hennar breytist og því er hægt að beygja hana mikið og jafnvel brjóta saman. Ekkert hefur verið gefið upp um það hversu langt sé í að upprúllanlegur tölvuskjár líti dagsins ljós.
Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira