Heilbrigðismál og heilsufar þingmanna 5. október 2006 05:00 Í vetur, á kosningavetri, verður að mínum dómi háð hörð barátta milli þjóðarinnar og stjórnmálanna um heilbrigðismál jafnt ungra sem aldraðra, með það markmið eitt að fá stjórnmálamenn til þess að skilja að þeir eru hluti þjóðarinnar og kunna sjálfir, eins og nýleg dæmi sýna, að vera háðir skjótri meðferð án biðlista. Í þeim árangri einum ætti sjálfkrafa að felast önnur nauðsynleg umbylting á núverandi stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Málið snýst um meðvitund en ekki peningavöntun. Það að nýr spítali er væntanlegur leysir ekki bráðaþörf þeirra sem nú látast af biðlistum hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa, og munu halda áfram að deyja af biðlistum næstu árin. Bráðra aðgerða er þörf og afstaða einstakra stjórmálamanna getur ekki samtímis verið bæði með og á móti heildstæðum umbótum. Það er ekki lengur hægt að staga í þau göt sem eru á núverandi kerfi, það verður meira að koma til. Hér þarf raunverulega hugarfarsbyltingu svo gagn sé af. Fjölmargir muna og aðrir geta kynnt sér kostulegt verklag við ákvarðanatökur þingmanna um framfarir í heilbrigðisþjónustu Íslendinga á síðari tímum. 1. Grensásdeild Borgarspítalans, eins og staðurinn er gjarnan kallaður, hafði verið án sundlaugar til endurhæfingar um nokkurt skeið. Þingheimi þótti slík sundlaugarbygging alveg ónauðsynleg framkvæmd og kostnaður ekki verjandi, sama hverju almenningur og sérfræðingar héldu fram. Svo illa vildi til að þrír þingmenn urðu fyrir heilsubresti þar sem endurhæfingar var þörf. Stuttu síðar var komin sundlaug við Grensásdeildina. Gott mál en afleitt verklag. 2. Lengi hafði staðið yfir umræða um að setja á laggirnar hjartadeild á Íslandi í stað þess að senda fárveika hjartasjúklinga erlendis til meðferðar á kostnað ríkisins. En þjóðin lét sig nú samt hafa það þó mörgum landanum hafi verið fórnað í svona undarlegu kerfi. En ber þetta viðhorf ekki í sér svipaða afstöðu kerfisins til heilsu og velferðar fólksins í landinu og biðlistar nútímans gera. Stjórnmálamenn töluðu árum saman gegn því framfaraskrefi að flytja hjartaaðgerðir inn í landið og báru fyrir sig kostnaði. Í kjölfar hjartaáfalls heilbrigisráðherra þess tíma kom svo allt í einu hjartadeild að gjöf frá honum í einlægri gleði hans yfir því að halda lífi. Makalausar forsendur, góð ákvörðun og löngu tímabær niðurstaða fyrir þjóðina. 3. Ekki voru allir ráðherrar og þingmenn á því að þjóðin þarfnaðist nýs sjúkrahúss hér fyrir örfáum misserum, þó þau sem uppi standa séu af ýmsum ástæðum og langtímum saman með lokaðar deildir eða með svo langa biðlista að varla tekur því fyrir marga að leggja á sig biðina sem oft er fyrirfram töpuð. Svo bar við að sitjandi ráðherrar urðu fyrir alvarlegum heilsubresti, sem að sjálfsögðu er engum fagnaðarefni. Þeir voru svo heppnir, að því er virðist, að biðlistinn var óvenju stuttur þessa stundina og aðgerðir tókust fljótt og vel, sem er fagnaðarefni. Það er alltaf gott þegar þannig verkast enda voru þeir svo himinlifandi með þjónustuna á þessu spítalahrói, sem vonlegt er, og það að fá að halda lífi yfir höfuð, að annar þeirra sem er hvatvísari en hinn, tók sér fyrir hendur í gleðikastinu að gefa þjóðinni ekkert minna en heilt hátæknisjúkrahús af nýjustu og bestu gerð, og lýsa þannig ánægju sinni með að vera áfram meðal okkar hinna. Umdeild gjöf og líklega verður hún til góðs fyrir þjóðina, þó ég vari eindregið við því að nýr spítali leysi einn og sér kerfislæg rekstarvandamál. Það veiðist ekkert betur þó lúkarinn sé nýmálaður, en það er svo sem ekkert verra að hafa hann nýmálaðan heldur. Ég skil að sjálfsögðu gleði þessara ágætu manna yfir því að komast til heilsu og geta lifað góðu lífi lengur en annars. En einmitt um það snýst biðlistavandamálið. Þar situr fólk fast. Það eru ekki allir svo lánsamir að komast strax í aðgerðir og fá meina sinna bót, því miður. Þannig hefur farið fyrir allt of mörgum sem voru svo óheppnir að deyja á biðlistunum löngu. Verklag í nútíma heilbrigðisþjónustu á ekki að lúta geðþóttaákvörðunum, sama hvort þær eru góðar eða slæmar. Hér er um að ræða starfsemi sem hægt er að fjalla um og meta þjónustuþörfina á hverjum tíma með faglegri hætti en svo. Sama gildir um vistun aldraðra. Við getum og eigum að gera mun betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í vetur, á kosningavetri, verður að mínum dómi háð hörð barátta milli þjóðarinnar og stjórnmálanna um heilbrigðismál jafnt ungra sem aldraðra, með það markmið eitt að fá stjórnmálamenn til þess að skilja að þeir eru hluti þjóðarinnar og kunna sjálfir, eins og nýleg dæmi sýna, að vera háðir skjótri meðferð án biðlista. Í þeim árangri einum ætti sjálfkrafa að felast önnur nauðsynleg umbylting á núverandi stöðu mála í heilbrigðiskerfinu. Málið snýst um meðvitund en ekki peningavöntun. Það að nýr spítali er væntanlegur leysir ekki bráðaþörf þeirra sem nú látast af biðlistum hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa, og munu halda áfram að deyja af biðlistum næstu árin. Bráðra aðgerða er þörf og afstaða einstakra stjórmálamanna getur ekki samtímis verið bæði með og á móti heildstæðum umbótum. Það er ekki lengur hægt að staga í þau göt sem eru á núverandi kerfi, það verður meira að koma til. Hér þarf raunverulega hugarfarsbyltingu svo gagn sé af. Fjölmargir muna og aðrir geta kynnt sér kostulegt verklag við ákvarðanatökur þingmanna um framfarir í heilbrigðisþjónustu Íslendinga á síðari tímum. 1. Grensásdeild Borgarspítalans, eins og staðurinn er gjarnan kallaður, hafði verið án sundlaugar til endurhæfingar um nokkurt skeið. Þingheimi þótti slík sundlaugarbygging alveg ónauðsynleg framkvæmd og kostnaður ekki verjandi, sama hverju almenningur og sérfræðingar héldu fram. Svo illa vildi til að þrír þingmenn urðu fyrir heilsubresti þar sem endurhæfingar var þörf. Stuttu síðar var komin sundlaug við Grensásdeildina. Gott mál en afleitt verklag. 2. Lengi hafði staðið yfir umræða um að setja á laggirnar hjartadeild á Íslandi í stað þess að senda fárveika hjartasjúklinga erlendis til meðferðar á kostnað ríkisins. En þjóðin lét sig nú samt hafa það þó mörgum landanum hafi verið fórnað í svona undarlegu kerfi. En ber þetta viðhorf ekki í sér svipaða afstöðu kerfisins til heilsu og velferðar fólksins í landinu og biðlistar nútímans gera. Stjórnmálamenn töluðu árum saman gegn því framfaraskrefi að flytja hjartaaðgerðir inn í landið og báru fyrir sig kostnaði. Í kjölfar hjartaáfalls heilbrigisráðherra þess tíma kom svo allt í einu hjartadeild að gjöf frá honum í einlægri gleði hans yfir því að halda lífi. Makalausar forsendur, góð ákvörðun og löngu tímabær niðurstaða fyrir þjóðina. 3. Ekki voru allir ráðherrar og þingmenn á því að þjóðin þarfnaðist nýs sjúkrahúss hér fyrir örfáum misserum, þó þau sem uppi standa séu af ýmsum ástæðum og langtímum saman með lokaðar deildir eða með svo langa biðlista að varla tekur því fyrir marga að leggja á sig biðina sem oft er fyrirfram töpuð. Svo bar við að sitjandi ráðherrar urðu fyrir alvarlegum heilsubresti, sem að sjálfsögðu er engum fagnaðarefni. Þeir voru svo heppnir, að því er virðist, að biðlistinn var óvenju stuttur þessa stundina og aðgerðir tókust fljótt og vel, sem er fagnaðarefni. Það er alltaf gott þegar þannig verkast enda voru þeir svo himinlifandi með þjónustuna á þessu spítalahrói, sem vonlegt er, og það að fá að halda lífi yfir höfuð, að annar þeirra sem er hvatvísari en hinn, tók sér fyrir hendur í gleðikastinu að gefa þjóðinni ekkert minna en heilt hátæknisjúkrahús af nýjustu og bestu gerð, og lýsa þannig ánægju sinni með að vera áfram meðal okkar hinna. Umdeild gjöf og líklega verður hún til góðs fyrir þjóðina, þó ég vari eindregið við því að nýr spítali leysi einn og sér kerfislæg rekstarvandamál. Það veiðist ekkert betur þó lúkarinn sé nýmálaður, en það er svo sem ekkert verra að hafa hann nýmálaðan heldur. Ég skil að sjálfsögðu gleði þessara ágætu manna yfir því að komast til heilsu og geta lifað góðu lífi lengur en annars. En einmitt um það snýst biðlistavandamálið. Þar situr fólk fast. Það eru ekki allir svo lánsamir að komast strax í aðgerðir og fá meina sinna bót, því miður. Þannig hefur farið fyrir allt of mörgum sem voru svo óheppnir að deyja á biðlistunum löngu. Verklag í nútíma heilbrigðisþjónustu á ekki að lúta geðþóttaákvörðunum, sama hvort þær eru góðar eða slæmar. Hér er um að ræða starfsemi sem hægt er að fjalla um og meta þjónustuþörfina á hverjum tíma með faglegri hætti en svo. Sama gildir um vistun aldraðra. Við getum og eigum að gera mun betur.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun