NATO tekur við her-stjórn í Afganistan 6. október 2006 05:00 Nato tekur við Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afganistans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. MYND/AP Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. Erlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári.
Erlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira