Alonso á sigurinn vísan 9. október 2006 06:30 Fernando Alonso fagnaði gríðarlega eftir að sigurinn í Japan var í höfn. Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni. Formúla Íþróttir Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Allar líkur eru á því að Spánverjinn Fernando Alonso muni verja heimsmeistaratitil ökumanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í Japans-kappakstrinum í fyrrinótt. Michael Schumacher féll úr keppni eftir vélin í Ferrari-bíl hans bræddi úr sér, en það er í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. Alonso er því með 10 stiga forystu á Scumacher í keppni ökumanna þegar aðeins eitt mót er eftir, í Brasilíu eftir tvær vikur. Eina von Þjóðverjans á heimsmeistaratitlinum felst í því að hann lendi í fyrsta sæti í Brasilíu og að Alonso annaðhvort komist ekki í mark eða lendi aftar en í áttunda sæti. "Alonso vantar eitt stig og hann er mjög góður ökumaður. Við munum gera okkar besta í Brasilíu en ég er hræddur um úrslitin séu ráðin," sagði Schumacher, en hann hafði leitt kappaksturinn nánast frá upphafi þegar vélin bilaði þegar aðeins 17 hringir voru eftir. Alonso fékk því forystusætið upp í hendurnar sem hann hélt örugglega allt til loka. "Ég er ekki hlynntur því að vinna titil á kostnað ófara annarra og því finnst mér mjög leiðinlegt að fara til Brasilíu vitandi það að nánast eina leiðin fyrir mig til að vinna heimsmeistaratitilinn er ef Alonso kemst ekki í mark," sagði Schumacher dapur í bragði, en hann þótti samt sem áður bera sig nokkuð vel miðað við áfallið. Alonso dansaði af gleði þegar hann steig upp úr bíl sínum eftir kappaksturinn en ítrekaði þó að titilbaráttunni væri ekki lokið. "Það er of snemmt að fagna sigri núna. Staðan er vissulega góð en ég verð að halda einbeitingunni til að ná í stig í Brasilíu," sagði Alonso en hann var gagnrýndur nokkuð eftir keppnina fyrir að hafa steytt hnefann og fagnað þegar hann sá Schumacher falla úr keppni.
Formúla Íþróttir Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira