Afsögn annars ráðherra 17. október 2006 05:00 Cecilia Stegö Chilo Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum. Erlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum.
Erlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira