Bráðavakt varnarlausra villidýra 19. október 2006 06:15 Grænlandsfálki með bólginn fót Þegar þessir fallegu fuglar villast af leið er það þrautalending þeirra að lenda á skipum. Það eru því helst sjómenn sem þeim koma til bjargar. Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Um það bil þúsund villt dýr af sextíu tegundum hafa fengið aðhlynningu og athvarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í þau sextán ár sem sem hann hefur verið starfræktur. Ekki komast dýr sem fá aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum öll til heilsu aftur; mörg deyja á leiðinni eða stuttu eftir komu. Mörg lifa þó af og geta horfið aftur til heimkynna sinna í náttúrunni. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, segir það gefa starfinu gildi. "Við hófum þetta verkefni í upphafi í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi til að láta gott af okkur leiða en í öðru lagi til að fræða almenning um villt dýr," segir Tómas sem segir að í byrjun hafi verið mikið um að fólk kæmi með dýr sem ættu ekki heima í garðinum svo sem þrasta- eða gæsaunga sem það taldi hafa villst frá foreldrum sínum. "Við vildum að fólk skildi að einmana ungi er ekki vísbending um að eitthvað sé að heldur á fólk að láta þá í friði og gefa foreldrunum tækifæri til að koma til þeirra. Einnig hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að fólk hafði ungað út eggjum villtra fugla heima hjá sér og ætlað þeim svo að flytja hingað. Það var heldur ekki hægt," segir Tómas. Dýrin eru að öllu jöfnu ekki til sýnis enda flest það veik til að byrja með að hlúa verður að þeim inni í ró og næði. Þegar styrkur þeirra vex hafa sum þeirra möguleika á að stæla vöðvana að nýju utandyra og gefst gestum þá stundum einstakt tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti þeirra áður en þeim er sleppt á ný út í náttúruna. Einna mesta athygli vekja fáséðar tegundir dýra eins og fálkar, ernir og uglur. Tómas segir algengast að fuglarnir þurfi aðhlynningu eftir að hafa lent í grút, oft eftir að hafa verið í hvals- eða selshræi eða eftir að hafa lent í viðureign við fýl. Vængbrot séu einnig algeng en við þau sé erfitt að eiga þó fuglar geti jafnað sig furðu fljótt eftir að hafa fengið hlýju, þvott, vítamín, fóðrun, dýralæknisskoðun, lyf, umbúðir og tíma til að safna kröftum.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira