Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum 20. október 2006 05:00 Fundað um Norður-Kóreu Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkirsáðherra og Suður-Kóreu MYND/AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum. Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum.
Erlent Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira