Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér 22. október 2006 15:00 fagnaði yfir sig Shevchenko skoraði langþráð mark fyrir Chelsea í gær og sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum með þeim afleiðingum að hann fékk gult spjald fyrir vikið MYND/nordicphotos/getty images Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira