Ævintýralegur endir í Safamýrinni 22. október 2006 11:45 stopp Pavla Plaminkova reynir hér að stöðva Söru Sigurðardóttur í leik Fram og ÍBV í gær. MYND/Pjetur Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir. Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Sjá meira
Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir.
Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Sjá meira