Frábær frammistaða dugði ekki til 22. október 2006 10:00 14 mörk Jóhann Gunnar Einarsson fór á kostum með Fram í gær og skoraði fjórtán mörk í leiknum. MYND/Anton Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk. Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Við vorum sorglega nálægt því að hirða eitt stig úr þessum leik. Þrívegis fáum við brottvísanir á okkur fyrir smávægis athugasemdir sem voru ekki einu sinni mótmæli. Við erum ekki vélmenni, menn verða að fá að tjá sig. Þessar brottvísanir skiptu miklu máli í þessum leik, sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, eftir að liðið tapaði 30-33 fyrir slóvenska liðinu Celje Lasko í Safamýrinni í gær. Ég er ósáttur við dómarana en hins vegar ánægður með frammistöðu liðsins. Varnarleikurinn, baráttan og markvarslan voru til staðar og ég er ánægður með það. Við vorum mjög nálægt því að fá stig og raunverulega vantaði bara herslumuninn. Við vorum skipulagðir og agaðir, gáfum okkur tíma og náðum að opna vörnina hjá þeim, sagði Guðmundur. Framarar náðu forystunni 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var á öllum tölum þangað til gestirnir skoruðu fimm mörk gegn einu marki þeirra og náðu fimm marka forskoti. Þegar leikmenn héldu til búningsherbergja var Celje með fjögurra marka forskot 16-12. Framarar voru aldeilis ekki á því að leggja árar í bát og með frábærum leikkafla höfðu þeir skyndilega minnkað muninn í tvö mörk þegar skammt var eftir. Mikil stemning var í liðinu og leikmenn höfðu trú á verkefninu. Það dugði þó ekki til því Celje hafði á endanum þriggja marka sigur. Celje hefur tvívegis unnið meistaradeildina síðustu sex ár og sýnir það hve gríðarlega sterkir mótherjar Fram voru í gær. Líkamsstyrkur leikmanna liðsins er allt annar en maður sér í deildinni hér heima. Margir frábærir handknattleiksmenn eru í herbúðum félagsins en skyttan Harbok Sergej frá Hvíta-Rússlandi var besti leikmaður þess í gær. Flestir leikmenn Framliðsins stóðu sig vel í gær, Björgvin Gústavsson varði vel í markinu og í sókninni var Jóhann Gunnar Einarsson í aðalhlutverki en skoraði næstum því helming marka Fram í leiknum, alls fjórtán talsins. Jóhann var mjög sprækur í leiknum og sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni. Ég var ánægður með frammistöðu mína í seinni hálfleiknum en finnst sem ég hefði getað gert betur í þeim fyrri. Gummi lagði leikinn vel upp og við vissum alveg hvað mótherjarnir voru að fara að gera. Við vorum inni í leiknum allan tímann en varnarleikurinn riðlaðist aðeins þegar við misstum Brján (Bjarnason) af velli á mikilvægum tímapunkti. Að mínu mati vorum við að keppa við eitt af fimm bestu liðum í heimi og getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann en næst markahæstur í liði Fram var Haraldur Þorvarðarson með fimm mörk.
Íþróttir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira